Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2014 13:38 Guðni Ágústsson, sem varð 65 ára fyrr í þessum mánuði, liggur enn undir feldi. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira