Hamilton hóf keppnina á ráspól og vann þriðju keppnina í röð, sem er persónulegt met fyrir hann. Nico Rosberg hafði meira að gera til að tryggja sér pláss á verðlaunapallinum.
Rosberg hóf keppni í fjórða sæti. Hann tók fram úr Daniel Ricciardo á lengsta beina kafla tímabilsins, með hjálp betri vélar.
Rosberg tók svo fram úr Alonso á sama stað. Ferrari maðurinn gat ekki varist af neinu viti. Mercedes vélin gerði Rosberg því þokkalega auðvelt fyrir að komast fram úr keppinautunum. En hann gat ekki minnkað bilið sem Hamilton hafði þegar búið sér til.
Daniel Ricciardo varð fjórði og hafði ekki hraðann til að ná Alonso í lokinn. Alonso náði fyrsta verðlaunasæti tímabilsins fyrir Ferrari.

„Ég hlakka til að eiga eðlilega helgi aftur, ánægður með annað sætið og að vera með smá forskot í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Rosberg
„Góð helgi, við náðum að bæta bílinn aðeins á milli keppna. Ég er ánægður með verðlaunapallinn,“ sagði Alonso.
Nico Rosberg heldur efsta sætinu í heimsmeistarakeppni ökumanna með 79 stig. Lewis Hamilton er með 75 og Fernando Alonso komst í þriðja sætið í dag með 41 stig.
„Við þurfum að átta okkur á hvað Seb (Sebastian Vettel) vantar út úr bílnum sem Daniel (Ricciardo) er að ná,“ sagði Christian Horner keppnisstjóri Red Bull.

1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig
2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig
3.Fernando Alonso - Ferrari - 15 stig
4.Daniel Ricciardo - Red Bull - 12 stig
5.Sebastian Vettel - Red Bull - 10 stig
6.Nico Hulkenberg - Force India - 8 stig
7.Valtteri Bottas - Williams - 6 stig
8.Kimi Raikkonen - Ferrari - 4 stig
9.Sergio Perez - Force India - 2 stig
10.Daniil Kvyat - Toro Rosso - 1 stig
11.Jenson Button - McLaren
12.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso
13.Kevin Magnussen - McLaren
14.Pastor Maldonado - Lotus
15.Felipa Massa - Williams
16.Esteban Gutierrez - Sauber
17.Kamui Kobayashi - Caterham
18.Jules Bianchi - Marussia
19.Max Chilton - Marussia
20.Marcus Ericsson - Caterham
Adrian Sutil - Sauber - kláraði ekki
Romain Grosjean - Lotus - kláraði ekki