Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 28-27 | Ótrúleg endurkoma Hauka Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 1. maí 2014 00:01 Haukar fagna í dag. Vísir/vilhelm Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira