Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins 9. maí 2014 16:27 Jórunn Einarsdóttir leiðir lista Eyjalistans Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Jórunn Einarsdóttir er nýr oddviti Eyjalistans. Framboðið er sameinað framboð Framsóknarflokksins og Vestmannaeyjalistans sem buðu fram sitt í hvoru lagi árið 2010. Þá fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Um framboðið segir Jórunn: „Við erum alls staðar að, frá miðju til vinstri. Við erum óháð, erum björt framtíð, erum vinstri græn, erum framsókn, og samfylkingin, aðrir eru óháðir. Pólitíska litrófið er mikið og spannar vítt svið. Markmið okkar er að ná hreinum meirihluta í þessum kosningum og fella meirihluta Sjálfstæðismanna, ég tel að staðan sé þannig í bænum í dag að það sé mögulegt. Líklega verða bara tvö framboð í boði fyrir kjósendur í bænum.“ „Vestmannaeyjar eru samfélag sem eru að kljást við ríkið um stærstu málin. Kosningarnar munu snúast um heilbrigðis- og samgöngumál,“ segir Jórunn. „Það er alveg ljóst að meirihluti Sjálfstæðismanna hefur ekki nýtt sér það tækifæri að vera með sinn mann sem ráðherra samgöngu og heilbrigðismála. Staða málaflokkanna er í lausu lofti og enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, sérstaklega í heilbrigðismálum. Þögnin er pínleg í þeim efnum“ segir Jórunn. „Íbúarnir, og ekki síst starfsmenn sjúkrahússins þurfa að fá að vita hvað verður, hvers konar stofnun hyggt ríkið reka hér í Vestmannaeyjum.“ Þegar Jórunn er spurð hvort hún sé bæjarstjóraefni flokksins segir hún að framboðið hafi ekki tekið endanlega ákvörðun um hvert bæjarstjóraefni listans sé. „Við viljum ekki taka endanlega ákvörðun fyrr en eftir kosningar, höfum ekki gefið út bæjarstjóraefnið en ýmsar hugmyndir hafa verið uppi. Við höfum skoðað það að ráða faglegan bæjarstjóra til að mynda. Við í Eyjalistanum viljum að málefnin verði ofan á í kosningabaráttunni. Við viljum ekki að kosningabaráttan fari að snúast um tvo einstaklinga.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira