Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2014 13:55 Mynd/Svarta Kaffi Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid. Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid.
Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26