Enginn hagnaður hjá Tesla í ár Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2014 08:45 Tesla Model S selst vel. Fyrsti ársfjórðungur þessa árs reyndist ekki arðsamur hjá bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Tapið nam 5,6 milljörðum króna og það sem meira er, Tesla áætlar að árið í heild muni ekki skila hagnaði. Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra skilaði Tesla í fyrsta sinn hagnaði, en nú hefur orðið breyting á og ástæður fyrir því. Það hefur reynst mörgum fyrirtækjum dýrt er að vaxa hratt og eyða miklu í þróunarkostnað. Það er einmitt ástæðan fyrir niðurstöðunum nú, en mikið fé fór í áframhaldandi þróun næsta bíls Tesla, Model X jeppanum. Ennfremur hefur það kostað Tesla fúlgur fjár að setja upp net hraðhleðslustöðva, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur víða um heim. Þá hefur fyrirhuguð uppsetning risaverksmiðju sem framleiðir rafhlöður í bíla Tesla haft mikinn kostnað í för með sér. Tesla náði að selja 7.535 bíla á fyrsta ársfjórðungi og hefur aldrei selt fleiri bíla á heilum ársfjórðungi. Það er því ljósið í myrkrinu og Tesla virðist sífellt auka sölu sína á hverjum ársfjórðungi.Tesla Model X er næsti framleiðslubíll Tesla og eingöngu rafdrifinn, eins og Model S.Autoblog Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent
Fyrsti ársfjórðungur þessa árs reyndist ekki arðsamur hjá bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Tapið nam 5,6 milljörðum króna og það sem meira er, Tesla áætlar að árið í heild muni ekki skila hagnaði. Á fyrsta ársfjórðungi í fyrra skilaði Tesla í fyrsta sinn hagnaði, en nú hefur orðið breyting á og ástæður fyrir því. Það hefur reynst mörgum fyrirtækjum dýrt er að vaxa hratt og eyða miklu í þróunarkostnað. Það er einmitt ástæðan fyrir niðurstöðunum nú, en mikið fé fór í áframhaldandi þróun næsta bíls Tesla, Model X jeppanum. Ennfremur hefur það kostað Tesla fúlgur fjár að setja upp net hraðhleðslustöðva, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur víða um heim. Þá hefur fyrirhuguð uppsetning risaverksmiðju sem framleiðir rafhlöður í bíla Tesla haft mikinn kostnað í för með sér. Tesla náði að selja 7.535 bíla á fyrsta ársfjórðungi og hefur aldrei selt fleiri bíla á heilum ársfjórðungi. Það er því ljósið í myrkrinu og Tesla virðist sífellt auka sölu sína á hverjum ársfjórðungi.Tesla Model X er næsti framleiðslubíll Tesla og eingöngu rafdrifinn, eins og Model S.Autoblog
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent