Verkefnið er víðtækara en bara smíði bíls fyrir forsetann því meiningin er að smíða stóran flota af stórum bílum sem ætlaðir eru bæði fyrir opinbera starfsmenn í Rússlandi og til sölu fyrir almenning, bæði í formi fólksbíla og jeppa. Sami undirvagn verður notaður fyrir alla bílana sem smíðaðir verða.
Verkefnið hefur hlotið nafnið „Project Cortege“. Þessi bíll sem sést hér virðist stæla framendann á Chrysler 300 bílnum, sem í senn þykir kraftalegur og dálítið gamaldags. Bíll Pútíns verður skot- og sprengjuheldur bíll og því æði þungur, en það mun ekki eiga við þá alla. Einhver tími mun líða uns Pútín fær nýja bílinn sinn, en verkefnið hófst í febrúar síðastliðnum.
