Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar er oddviti listans. Því er líklegt að Samfylkingin bjóði ekki fram undir sínum eigin merkjum í Skagafirði í kosningunum í maí. Annað sætið skipar síðan annar sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Sigurjón Þórðarson. Sigurjón var kosinn í sveitarstjórn fyrir fjórum árum fyrir Frjálslynda flokkinn. Þessir flokkar hafa unnið í minnihluta auk Sjálfstæðisflokks síðustu fjögur ár. Framsóknarflokkur og Vinstri græn mynduðu meirihluta eftir kosningarnar 2010.
Samfylkingin og listi frjálslyndra og óháðra fengu samanlagt tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum. Sveitarfélagið Skagafjörður varð til við mikla sameiningu sveitarfélaga í firðinum árið 1998. Stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins er Sauðárkrókur en þar búa ríflega 2.500 manns. Sveitarfélagið allt telur um 4.000 íbúa.
Eftirfarandi er framboðslisti K-lista Skagafjarðar:
- Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri
- Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri
- Hanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsmaður í liðveislu
- Ingvar Björn Ingimundarson, nemi
- Guðni Kristjánsson, ráðgjafi
- Guðný H Kjartansdóttir, verkakona
- Gísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandi
- Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúi
- Jón G. Jóhannesson, sjómaður
- Steinar Skarphéðinsson, vélstjóri
- Helgi Thorarensen, prófessor
- Benjamín Baldursson, nemi
- Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóri
- Þorsteinn T. Broddason, verkefnastjóri
- Guðrún Helgadóttir , deildarstjóri
- Leifur Eiríksson, gæðastjóri
- Pálmi Sighvatsson, bólstrari
- Ingibjörg Hafstað, bóndi