Daníel hættir sem bæjarstjóri Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 12:14 Ísafjörður fær nýjan bæjarstjóra vísir/pjetur Ljóst er að nýr bæjarstjóri mun taka til starfa eftir kosningar í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri eftir kosningar árið 2010 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann bauð fram krafta sína til að leiða lista flokksins í kosningunum í maí en ætlar samt sem áður að hætta sem bæjarstjóri. Daníel sagði í samtali við fréttablaðið að hans kraftar væru best nýttir í umbreytingarferli og taldi hann best að nýr maður kæmi að stjórnun bæjarins á næsta kjörtímabili. Daníel ætlaði að hefja störf hjá fjölskyldufyrirtækinu á Ísafirði sem stæði í hótelrekstri. Ísafjarðarbær var rekinn með um 300 milljóna króna tekjuafgangi árið 2013 samanborið við um 300 milljóna króna halla árið 2011. Þessi umbreyting í rekstri bæjarsjóðs er Daníel afar stoltur af. Hann telji samt sem áður að nú sé lag á að nýr maður taki við og sæki fram. Bæjarsjóður standi vel. Ný könnun sýnir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni yfir til Bjartrar framtíðar á meðan Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni inni. Björt framtíð er nú í kappi við tímann um að hnoða saman lista til sveitarstjórnar svo spennan er mikil í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafjarðarbæ. Arna Lára Jónsdóttir leiðir lista Í-listans og Marzellíus Sveinbjörnsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins eftir að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ákvað að hætta í bæjarstjórn. Ísafjarðarbær er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, Þingeyrar, Ísafjarðarbæjar, Súgandafjarðar, Flateyrar, og síðast en ekki síst, Hnífsdals. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ljóst er að nýr bæjarstjóri mun taka til starfa eftir kosningar í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson var ráðinn ópólitískur bæjarstjóri eftir kosningar árið 2010 af meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hann bauð fram krafta sína til að leiða lista flokksins í kosningunum í maí en ætlar samt sem áður að hætta sem bæjarstjóri. Daníel sagði í samtali við fréttablaðið að hans kraftar væru best nýttir í umbreytingarferli og taldi hann best að nýr maður kæmi að stjórnun bæjarins á næsta kjörtímabili. Daníel ætlaði að hefja störf hjá fjölskyldufyrirtækinu á Ísafirði sem stæði í hótelrekstri. Ísafjarðarbær var rekinn með um 300 milljóna króna tekjuafgangi árið 2013 samanborið við um 300 milljóna króna halla árið 2011. Þessi umbreyting í rekstri bæjarsjóðs er Daníel afar stoltur af. Hann telji samt sem áður að nú sé lag á að nýr maður taki við og sæki fram. Bæjarsjóður standi vel. Ný könnun sýnir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fallinn í Ísafjarðarbæ. Sjálfstæðisflokkurinn tapar manni yfir til Bjartrar framtíðar á meðan Framsóknarflokkurinn heldur sínum manni inni. Björt framtíð er nú í kappi við tímann um að hnoða saman lista til sveitarstjórnar svo spennan er mikil í sveitarstjórnarkosningunum í Ísafjarðarbæ. Arna Lára Jónsdóttir leiðir lista Í-listans og Marzellíus Sveinbjörnsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins eftir að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ákvað að hætta í bæjarstjórn. Ísafjarðarbær er sameinað sveitarfélag nokkurra þéttbýliskjarna á Vestfjörðum, Þingeyrar, Ísafjarðarbæjar, Súgandafjarðar, Flateyrar, og síðast en ekki síst, Hnífsdals.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira