Trident Iceni er breskt dísilskrímsli Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 09:25 Trident er lítill bílasmiður í Bretlandi sem starfandi hefur verið frá 1965. Trident framleiðir þennan eina bíl í dag sem heitir Trident Iceni. Hann er um margt merkilegur bíll, er með 6,6 lítra dísilvél sem skilar 395 hestöflum til afturhjólanna og er ekki nema 3,7 sekúndur í hundraðið. Hámarkshraði hans er 321 km/klst. Ef þessum bíl er hinsvegar ekið varlega kemst hann meira en 3.200 kílómetra á hverri tankfylli, eða nærri tvo og hálfan hring í kringum Ísland. Er þá miðað við að honum sé ekið á 110 km hraða. Þá snýst vél hans aðeins á 980 snúninga hraða og eyðir aðeins 3,4 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Það þýðir reyndar að tankurinn tekur ríflega 100 lítra. Trident Iceni er ekki ódýr bíll og kostar í Bretlandi 96.000 pund eða 18,2 milljónir króna. Hægt er að kaupa öflugri uppfærslu vélarinnar í bílinn og er hann þá 660 hestöfl og með 1.050 Nm tog. Þá verður bíllinn líka 5,9 milljónum dýrari og heildarverðið komið uppí 24,1 milljón króna. En hverjum munar nokkuð um það! Heyrst hefur að enn öflugri útgáfa bílsins sé í pípunum, en þá er eins gott að eigendur þess bíls sé tilbúinn að eyða miklum fjármunum í dekk, sem hann hlýtur að éta upp eins og smjör með harðfiski. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Trident er lítill bílasmiður í Bretlandi sem starfandi hefur verið frá 1965. Trident framleiðir þennan eina bíl í dag sem heitir Trident Iceni. Hann er um margt merkilegur bíll, er með 6,6 lítra dísilvél sem skilar 395 hestöflum til afturhjólanna og er ekki nema 3,7 sekúndur í hundraðið. Hámarkshraði hans er 321 km/klst. Ef þessum bíl er hinsvegar ekið varlega kemst hann meira en 3.200 kílómetra á hverri tankfylli, eða nærri tvo og hálfan hring í kringum Ísland. Er þá miðað við að honum sé ekið á 110 km hraða. Þá snýst vél hans aðeins á 980 snúninga hraða og eyðir aðeins 3,4 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Það þýðir reyndar að tankurinn tekur ríflega 100 lítra. Trident Iceni er ekki ódýr bíll og kostar í Bretlandi 96.000 pund eða 18,2 milljónir króna. Hægt er að kaupa öflugri uppfærslu vélarinnar í bílinn og er hann þá 660 hestöfl og með 1.050 Nm tog. Þá verður bíllinn líka 5,9 milljónum dýrari og heildarverðið komið uppí 24,1 milljón króna. En hverjum munar nokkuð um það! Heyrst hefur að enn öflugri útgáfa bílsins sé í pípunum, en þá er eins gott að eigendur þess bíls sé tilbúinn að eyða miklum fjármunum í dekk, sem hann hlýtur að éta upp eins og smjör með harðfiski.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira