Viðar Örn Kjartansson skoraði eitt marka Vålerenga í 3-0 útisigri á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Viðar Örn hefur þar með skorað sjö mörk í fyrstu sjö deildarleikjum sínum í Noregi.
Viðar Örn innsiglaði sigurinn á 66. mínútu leiksins en Vålerenga var þá búið að vera manni fleiri frá 45. mínútu. Viðar Örn og félagar náðu ekki að bæta við mörkum en unnu öruggan og flottan útisigur.
Vålerenga skoraði tvö mörk á fyrsta hálftíma leiksins, fyrra markið var sjálfsmark á 16. mínútu og það seinna skoraði Simon Andreas Larsen á 31. mínútu.
Viðari Erni tókst ekki að skora í fyrsta deildarleik sínum með Vålerenga en hefur skorað í fimm af sex leikjum sínum samtals sjö mörk. Hann er áfram markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar.
Viðar Örn áfram á skotskónum - sjö mörk í sjö leikjum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
