Trúarleiðtogar vantrúaðir á kristilegt framboð Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. maí 2014 14:00 Frá vinstri: Gunnar Þorsteinsson, Hjörtur Magni Jóhannsson, Hildur Eir Bolladóttir og Sigurvin Lárus Jónsson. Stofnun kristilegra stjórnmálasamtaka hér á landi hefur vakið athygli en stefnt er að framboði í alþingiskosningunum 2017 og í sveitastjórnarkosningum ári síðar. Samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum og vilja banna fóstureyðingar. Þá er flokkurinn alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Vísir hafði samband við nokkra presta og spurði þá út í afstöðu þeirra til samtakanna. „Í fyrstu hljómar þetta eins og öfgahægriofstæki,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. „En ég ætla ekki að fullyrða að svo sé. Maður sér mýmörg dæmi um svona áherslur hjá trúfélögum úti í heimi, til dæmis í Bandaríkjunum, og meðal ofstækismanna innan íslams og gyðingdóms. Þetta er ekki bundið við ein trúarbrögð.“ Hjörtur segir það að blanda saman trúmálum og pólitík sé stórhættulegt. „Þessi umræða hefur komið upp á Íslandi nokkrum sinnum og aldrei orðið að því. Að blanda saman trú og flokkapólitík, rétt eins og trú og þjóðernishyggju, er einhver hættulegasti og göróttasti kokteill sem hægt er að blanda.“ Hjörtur hefur ekki trú á að framboðið muni ná teljandi fylgi. „Nei það hef ég ekki, og vona reyndar ekki.“Ekki áherslur Jesú frá NasaretHildi Eir Bolladóttur, presti í Akureyrarkirkju, líst einnig illa á stefnumál samtakanna. „Mér líst hræðilega á þetta framtak. Hvað get ég sagt? Ég er bara ósammála öllu sem þeir segja þarna og mér er orða vant.“ Hildur segir stefnumálin dapurleg og reiknar ekki með að framboðið fái mikið fylgi. „Ég held að það sé ekki jarðvegur fyrir þetta á Íslandi. Við erum komin lengra í þessum málum. Það gæti verið alveg frábært að stofna kristilegan stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefði mannréttindi í hávegum en með þessum stefnumálum getur þetta ekki verið kristilegur flokkur. Þetta er ekki réttnefni og þetta eru ekki áherslur Jesú frá Nasaret.“Engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokkiSigurvin Lárus Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, telur hins vegar enga þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og kemur ekki til með að styðja framboðið. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Sigurvin í samtali við Vísi. „En það er allt í lagi að það sé opinbert að ég kem ekki til með að styðja þessi samtök og það fólk sem þar er. Ég tel að bein afskipti kirkjunnar af hinu opinbera sviði séu ekki af hinu góða. Það er engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og allra síst með svona stefnumál eins og þarna eru.“„Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?“Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, segir stofnun kristilegs framboðs hafa verið reynda áður og að sá flokkur hafi fengið afar lítið fylgi. „Ég hef nú verið þeirrar skoðunar, eftir mikla íhugun, að þátttaka hins kristilega manns í þeim stjórnmálaöflum sem til eru séu farsælust. Þessir flokkar eru yfir höfuð lýðræðislegir og ef menn vilja koma ár sinni fyrir borð er það hægur vandi. Aðspurður segist Gunnar ekki vita hvort hann muni greiða kristilega flokknum atkvæði. „Ég verð nú að fá að vita hver stefnumálin eru,“ segir Gunnar og þá les blaðamaður fyrir hann helstu stefnumál samtakanna. „Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?,“ segir Gunnar og hlær. „En við lifum í opnu lýðræðissamfélagi og þessi flokkur er auðvitað velkominn í það.“ ESB-málið Tengdar fréttir Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna“ 4. maí 2014 20:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Stofnun kristilegra stjórnmálasamtaka hér á landi hefur vakið athygli en stefnt er að framboði í alþingiskosningunum 2017 og í sveitastjórnarkosningum ári síðar. Samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum og vilja banna fóstureyðingar. Þá er flokkurinn alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Vísir hafði samband við nokkra presta og spurði þá út í afstöðu þeirra til samtakanna. „Í fyrstu hljómar þetta eins og öfgahægriofstæki,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. „En ég ætla ekki að fullyrða að svo sé. Maður sér mýmörg dæmi um svona áherslur hjá trúfélögum úti í heimi, til dæmis í Bandaríkjunum, og meðal ofstækismanna innan íslams og gyðingdóms. Þetta er ekki bundið við ein trúarbrögð.“ Hjörtur segir það að blanda saman trúmálum og pólitík sé stórhættulegt. „Þessi umræða hefur komið upp á Íslandi nokkrum sinnum og aldrei orðið að því. Að blanda saman trú og flokkapólitík, rétt eins og trú og þjóðernishyggju, er einhver hættulegasti og göróttasti kokteill sem hægt er að blanda.“ Hjörtur hefur ekki trú á að framboðið muni ná teljandi fylgi. „Nei það hef ég ekki, og vona reyndar ekki.“Ekki áherslur Jesú frá NasaretHildi Eir Bolladóttur, presti í Akureyrarkirkju, líst einnig illa á stefnumál samtakanna. „Mér líst hræðilega á þetta framtak. Hvað get ég sagt? Ég er bara ósammála öllu sem þeir segja þarna og mér er orða vant.“ Hildur segir stefnumálin dapurleg og reiknar ekki með að framboðið fái mikið fylgi. „Ég held að það sé ekki jarðvegur fyrir þetta á Íslandi. Við erum komin lengra í þessum málum. Það gæti verið alveg frábært að stofna kristilegan stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefði mannréttindi í hávegum en með þessum stefnumálum getur þetta ekki verið kristilegur flokkur. Þetta er ekki réttnefni og þetta eru ekki áherslur Jesú frá Nasaret.“Engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokkiSigurvin Lárus Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, telur hins vegar enga þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og kemur ekki til með að styðja framboðið. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Sigurvin í samtali við Vísi. „En það er allt í lagi að það sé opinbert að ég kem ekki til með að styðja þessi samtök og það fólk sem þar er. Ég tel að bein afskipti kirkjunnar af hinu opinbera sviði séu ekki af hinu góða. Það er engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og allra síst með svona stefnumál eins og þarna eru.“„Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?“Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, segir stofnun kristilegs framboðs hafa verið reynda áður og að sá flokkur hafi fengið afar lítið fylgi. „Ég hef nú verið þeirrar skoðunar, eftir mikla íhugun, að þátttaka hins kristilega manns í þeim stjórnmálaöflum sem til eru séu farsælust. Þessir flokkar eru yfir höfuð lýðræðislegir og ef menn vilja koma ár sinni fyrir borð er það hægur vandi. Aðspurður segist Gunnar ekki vita hvort hann muni greiða kristilega flokknum atkvæði. „Ég verð nú að fá að vita hver stefnumálin eru,“ segir Gunnar og þá les blaðamaður fyrir hann helstu stefnumál samtakanna. „Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?,“ segir Gunnar og hlær. „En við lifum í opnu lýðræðissamfélagi og þessi flokkur er auðvitað velkominn í það.“
ESB-málið Tengdar fréttir Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna“ 4. maí 2014 20:45 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna“ 4. maí 2014 20:45