Í dag mun Hjartað í Vatnsmýri afhenda Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, áskorun til stjórnvalda sem rúmlega 69.000 manns hafa skrifað undir á lending.is og á undirskriftalistum um land allt.
Afhendingin fer fram í anddyri Alþingis en félagið Hjartað í Vatnsmýrinni leggst gegn þeim áformum að flugvöllurinn í Reykjavík víki úr Vatnsmýrinni.
Áskorunin hljóðar svo:
„Við leggjumst gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni og skorum á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.“
Samtökin afhentu Jóni Gnarr, borgarstjóra, sama undirskriftalista í september á síðasta ári.
Í tilkynningu frá samtökunum segir að um fjölmennustu áskorun til stjórnvalda frá upphafi sé að ræða.
„Við leggjumst gegn þeim áformum að flugvallarstarfsemi víki úr Vatnsmýrinni“
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent




Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent


Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent


