Start og Brann skildu jöfn, 1-1, í síðasta leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Espen Hoff kom Start yfir eftir rúmlega hálftíma leik, en Brann jafnaði þegar Markus Berger setti boltann í eigið mark á 80. mínútu.
Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start, en MatthíasVilhjálmsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Birkir MárSævarsson sat allan tímann á varamannabekk Brann.
Start og Brann skildu jöfn

Tengdar fréttir

Guðmundur lagði upp sigurmark Sarpsborg
Tveimur leikjum er lokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Sarpsborg 08 sem vann góðan heimasigur á Sandnes Ulf með tveimur mörkum gegn einu.

Pálmi á skotskónum fyrir Lillestrøm
Þremur leikjum til viðbótar er lokið í norsku úrvalsdeildinni. Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrra mark Lillestrøm í 2-0 sigri liðsins á Sogndal og lagði upp það síðara fyrir Erling Knudtzon. Hjörtur Logi Valgarðsson var í byrjunarliði Sogndal en fór af velli á 65. mínútu.