Þremur leikjum til viðbótar er lokið í norsku úrvalsdeildinni.
Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrra mark Lillestrøm í 2-0 sigri liðsins á Sogndal og lagði upp það síðara fyrir ErlingKnudtzon. Hjörtur Logi Valgarðsson var í byrjunarliði Sogndal en fór af velli á 65. mínútu.
Fredrik Gulbrandsen og Per Egil Flo skoruðu mörk Molde í 2-0 útisigri á Rosenborg. Björn Bergmann Sigurðarsson var ekki í leikmannahópi Molde.
Þá vann Strømsgodset Bodø/Glimt á heimavelli með tveimur mörkum gegn engu. Iver Fossum og Mounir Hamoud skoruðu mörk Strømsgodset.
Nú stendur yfir leikur Start og Brann. Staðan í hálfleik er 1-0, Start í vil.
Fyrr í dag vann Sarpsborg Sandnes Ulf með tveimur mörkum gegn einu og Álasund lagði Haugesund með sömu markatölu.
Úrslitin í sænsku úrvalsdeildinni í dag:
Åtvidabergs 1-1 Djurgården
Malmö 1-2 Häcken
Kalmar 2-0 Örebro
IFK Göteborg 0-0 Elfsborg (Hjálmar Jónsson sat allan tímann á bekknum hjá Göteborg)
Pálmi á skotskónum fyrir Lillestrøm

Tengdar fréttir

Guðmundur lagði upp sigurmark Sarpsborg
Tveimur leikjum er lokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru báðir í byrjunarliði Sarpsborg 08 sem vann góðan heimasigur á Sandnes Ulf með tveimur mörkum gegn einu.