
Hamilton vill forðast fleiri einvígi við Rosberg

Hamilton hefur haft betur í þremur af fjórum keppnum ársins. Rosberg vann fyrstu keppni tímabilsins og síðan hefur Hamilton verið óstöðvandi í sigurgöngu sinni.
„Nico verður mjög hraður í öllum keppnum sem við förum í,“ sagði Hamilton um liðsfélaga sinn.
Þrátt fyrir að Hamilton hafi haft betur gegn Rosberg undanfarið, leiðir Rosberg enn stigakeppni ökumanna. Hamilton trúir því ekki að hann hafi yfirhöndina enda hefur Rosberg fylgt fast á hæla honum í öðru sæti þegar Hamilton hefur unnið.
„Það eru margar keppnir eftir, svo það er ekki hægt að spá fyrir um hvað mun gerast,“ sagði Hamilton.
Tengdar fréttir

Hamilton og Rosberg ræða málin
Nico Rosberg segir að hann og liðsfélagi hans hjá Mercedes muni setjast niður með liðiðnu fyrir kínverska kappaksturinn. Markmiðið er að hreinsa loftið eftir afar spennuþrungna keppni á milli þeirra í Bahrain.

Svona vann Hamilton þriðju keppnina í röð - myndband
Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Kína í morgun og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi.

Lewis Hamilton aldrei ógnað í Kína
Lewis Hamilton á Mercedes vann kínverska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Fernando Alonso á Ferrari varð þriðji.

Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Bahrain?
Breski ökumaðurinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Bahrain, liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sergio Perez á Force India varð þriðji. Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.