Framkvæmdaleyfi við Reykjavíkurflugvöll geti fengist á næstu vikum Hrund Þórsdóttir skrifar 2. maí 2014 20:00 Hjartað í Vatnsmýri hélt í morgun fréttamannafund á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Málið snýst fyrst og fremst um flugbrautina sem liggur í norð-austur, suð-vestur en hún er kölluð neyðarflugbrautin og til hennar er gripið við erfiðustu aðstæður. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun hún víkja. Deiliskipulagið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 26.mars síðastliðinn, degi síðar í borgarráði og fyrsta apríl í borgarstjórn. Málið fékk því hraða afgreiðslu og formenn Hjartans í Vatnsmýri segja meirihluta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn, vanvirða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. Um leið láti hann líta út fyrir að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur sem koma á með tillögur um valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. „Það væri í raun hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir í kringum völlinn bara núna á næstu vikum og það gæti komið mjög niður á framtíðarmöguleikum og Vatnsmýrarvalkostinum innan Rögnunefndarinnar. Það er búið að þrengja mjög að þessu máli og almenningur er mjög illa upplýstur um það ferli sem hefur farið fram,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri. Samtökin eru ósátt við niðurrif fluggarða, sem Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um og benda á að fyrirhuguð byggð við Hlíðarenda og í Skerjafirði eyðileggi neyðarbrautina. Völlurinn verði þá ófær til sjúkraflugs í verstu veðrum og lokunardögum fjölgi mjög, sem færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. „Völlurinn fer raunverulega undir kröfur alþjóðaflugmálastjórnar um 95% nothæfisstuðul,“ segir Njáll. Hann segir um mikilvægt kosningamál að ræða. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk viti að við erum þverpólitísk. Við styðjum alla sem styðja völlinn í Vatnsmýrinni.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Hjartað í Vatnsmýri hélt í morgun fréttamannafund á neyðarflugbraut Reykjavíkurflugvallar til að kynna það sem samtökin kalla gróf skref meirihluta borgarstjórnar síðustu vikur í átt að niðurrifi flugvallarins. Málið snýst fyrst og fremst um flugbrautina sem liggur í norð-austur, suð-vestur en hún er kölluð neyðarflugbrautin og til hennar er gripið við erfiðustu aðstæður. Samkvæmt nýju deiliskipulagi mun hún víkja. Deiliskipulagið var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði 26.mars síðastliðinn, degi síðar í borgarráði og fyrsta apríl í borgarstjórn. Málið fékk því hraða afgreiðslu og formenn Hjartans í Vatnsmýri segja meirihluta Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn, vanvirða samkomulag um sáttarferli flugvallarins frá því í fyrra. Um leið láti hann líta út fyrir að málið sé í farvegi nefndar Rögnu Árnadóttur sem koma á með tillögur um valkosti fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. „Það væri í raun hægt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir í kringum völlinn bara núna á næstu vikum og það gæti komið mjög niður á framtíðarmöguleikum og Vatnsmýrarvalkostinum innan Rögnunefndarinnar. Það er búið að þrengja mjög að þessu máli og almenningur er mjög illa upplýstur um það ferli sem hefur farið fram,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri. Samtökin eru ósátt við niðurrif fluggarða, sem Stöð 2 og Vísir hafa áður fjallað um og benda á að fyrirhuguð byggð við Hlíðarenda og í Skerjafirði eyðileggi neyðarbrautina. Völlurinn verði þá ófær til sjúkraflugs í verstu veðrum og lokunardögum fjölgi mjög, sem færi nýtingarhlutfall hans í ruslflokk. „Völlurinn fer raunverulega undir kröfur alþjóðaflugmálastjórnar um 95% nothæfisstuðul,“ segir Njáll. Hann segir um mikilvægt kosningamál að ræða. „Það skiptir okkur miklu máli að fólk viti að við erum þverpólitísk. Við styðjum alla sem styðja völlinn í Vatnsmýrinni.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir „Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32 Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
„Hluti þeirra sem munu slasast eru börn!“ „Þetta er náttúrulega ádeila á umræðuna,“ segir Samfylkingarkonan Kristín Soffía Jónsdóttir. 2. maí 2014 14:32
Komið að ögurstundu fyrir Reykjavíkurflugvöll Formenn samtakanna Hjartað í Vatnsmýri segja meirihluta borgarstjórnar ekki virða samkomulag um sáttaferli flugvallarins heldur fara fram með offorsi í átt að niðurrifi hans. Samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi mun neyðarflubrautin víkja. 2. maí 2014 14:15