Þingmenn verð að fara að vilja þjóðarinnar Hjörtur Hjartarson skrifar 2. maí 2014 19:30 Forseti Alþingis veitti í dag viðtöku áskorun með ríflega 53 þúsund undirskriftum þess efnis að þingsályktunartillaga um slit á viðræðum við Evrópusambandið verði dregin tilbaka. Formaður samtakanna Já Ísland segir ómögulegt fyrir alþingismenn að líta framhjá vilja þjóðarinnar þegar ákvörðun um framhaldið verður tekin. Undirskriftasöfnunin stóð yfir í 63 daga og er beint til sextíu og þriggja alþingismanna. Auk þess að vilja að tillagan um slit á viðræðunum verði dregin tilbaka þá er skorað á þingmenn að gefa þjóðinni kost á að kjósa um framhald viðræðanna. Formaður samtakanna Já Ísland segir að hvergi verði hvikað frá þeirri kröfu. „Henni verður haldið áfram til streitu.Ég heyrði það í viðtali við utanríkisráðherra í hádegisfréttum þar sem hann sagði að tillagan yrði að sjálfsögðu ekki dregin tilbaka en það væri hægt að gera alls konar málamiðlanir svo fremi sem niðurstaðan yrði honum að skapi. Það kalla ég ekki að hlusta á vilja þjóðarinnar,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, Já Ísland. Jón Steindór telur erfitt fyrir alþingismenn að taka ekki mark á undirskriftalistanum þegar og ef til atkvæðagreiðslu kemur um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. „Ég held að ef menn leggja saman þessar undirskriftir og mótmælafundina á Austurvelli þá sjá þingmenn að þeir eru að vaða í villu og svíma með þetta mál.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsMynd/DaníelGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að undirskriftarlistinn hljóti að hafa áhrif í umræðunni eins og allt annað. „En stóra málið er hinsvegar að við verðum að ræða efnislega hvað felst í því að vera í Evrópusambandinu. Það er nokkuð sem mér hefur þótt skorta.“ Guðlaugur segist ekki óttast viðbrögð almennings ef þingsályktunartillagan verður samþykkt. „Það er of snemmt að segja til um það. Það er mjög mikilvægt að við tökum upplýsta umræðu um það hvað felst í að vera í Evrópusambandinu. Ég kvíði því ekki, þvert á móti hlakka ég til að taka þátt í slíkri umræðu. Ég tel hana afskaplega mikilvæga og nauðsynlega,“ segir Guðlaugur. ESB-málið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Forseti Alþingis veitti í dag viðtöku áskorun með ríflega 53 þúsund undirskriftum þess efnis að þingsályktunartillaga um slit á viðræðum við Evrópusambandið verði dregin tilbaka. Formaður samtakanna Já Ísland segir ómögulegt fyrir alþingismenn að líta framhjá vilja þjóðarinnar þegar ákvörðun um framhaldið verður tekin. Undirskriftasöfnunin stóð yfir í 63 daga og er beint til sextíu og þriggja alþingismanna. Auk þess að vilja að tillagan um slit á viðræðunum verði dregin tilbaka þá er skorað á þingmenn að gefa þjóðinni kost á að kjósa um framhald viðræðanna. Formaður samtakanna Já Ísland segir að hvergi verði hvikað frá þeirri kröfu. „Henni verður haldið áfram til streitu.Ég heyrði það í viðtali við utanríkisráðherra í hádegisfréttum þar sem hann sagði að tillagan yrði að sjálfsögðu ekki dregin tilbaka en það væri hægt að gera alls konar málamiðlanir svo fremi sem niðurstaðan yrði honum að skapi. Það kalla ég ekki að hlusta á vilja þjóðarinnar,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna, Já Ísland. Jón Steindór telur erfitt fyrir alþingismenn að taka ekki mark á undirskriftalistanum þegar og ef til atkvæðagreiðslu kemur um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. „Ég held að ef menn leggja saman þessar undirskriftir og mótmælafundina á Austurvelli þá sjá þingmenn að þeir eru að vaða í villu og svíma með þetta mál.“Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsMynd/DaníelGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að undirskriftarlistinn hljóti að hafa áhrif í umræðunni eins og allt annað. „En stóra málið er hinsvegar að við verðum að ræða efnislega hvað felst í því að vera í Evrópusambandinu. Það er nokkuð sem mér hefur þótt skorta.“ Guðlaugur segist ekki óttast viðbrögð almennings ef þingsályktunartillagan verður samþykkt. „Það er of snemmt að segja til um það. Það er mjög mikilvægt að við tökum upplýsta umræðu um það hvað felst í að vera í Evrópusambandinu. Ég kvíði því ekki, þvert á móti hlakka ég til að taka þátt í slíkri umræðu. Ég tel hana afskaplega mikilvæga og nauðsynlega,“ segir Guðlaugur.
ESB-málið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira