Jimenez sigraði á Opna spænska meistaramótinu 19. maí 2014 19:40 Jimenez fagnaði sigrinum á sinn einstaka hátt. Getty Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina en sigurinn er númer 21 hjá Jimenez á Evrópumótaröðinni. Hann lék hringina fjóra á PGA Catalunya vellinum á 284 höggum eða fjórum höggum undir pari. Það gerðu þeir Richard Green frá Ástralíu og Thomas Pieters frá Belgíu einnig og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum fengu Pieters og Green báðir skolla meðan að Jimenez fékk öruggt par og sigurinn var því hans. Jimenez hafði tekið þátt í Opna spænska meistaramótinu 26 sinum án þess að sigra og það sást greinilega í gær hvað sigurinn á sínu heimamóti á Evrópumótaröðinni var honum kær. Þá bætti hann sitt eigið met með að vera elsti kylfingur í sögunni til þess að vinna mót á Evrópumótaröðinni en hann er 50 ára og 133 daga gamall. Jimenez er uppáhalds kylfingur margra golfáhugamanna víða um heim en spurður eftir sigurinn út í hvernig hann færi að því að sigra reglulega atvinnugolfmót meðal þeirra bestu á þessum aldri stóð ekki á svörum. „Ég borða einfaldlega góðan mat, drekk gott rauðvín, reyki góða vindla og hreyfi mig mikið.“ Næsta mót á Evrópumótaröðinni er BMW PGA meistaramótið á Wentworth vellinum í Englandi en mótið er eitt það stærsta á mótaröðinni ár hvert. Þar mæta allir bestu kylfingar Evrópu og fleiri til en sýnt verður beint frá því á Golfstöðinni. Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina en sigurinn er númer 21 hjá Jimenez á Evrópumótaröðinni. Hann lék hringina fjóra á PGA Catalunya vellinum á 284 höggum eða fjórum höggum undir pari. Það gerðu þeir Richard Green frá Ástralíu og Thomas Pieters frá Belgíu einnig og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum fengu Pieters og Green báðir skolla meðan að Jimenez fékk öruggt par og sigurinn var því hans. Jimenez hafði tekið þátt í Opna spænska meistaramótinu 26 sinum án þess að sigra og það sást greinilega í gær hvað sigurinn á sínu heimamóti á Evrópumótaröðinni var honum kær. Þá bætti hann sitt eigið met með að vera elsti kylfingur í sögunni til þess að vinna mót á Evrópumótaröðinni en hann er 50 ára og 133 daga gamall. Jimenez er uppáhalds kylfingur margra golfáhugamanna víða um heim en spurður eftir sigurinn út í hvernig hann færi að því að sigra reglulega atvinnugolfmót meðal þeirra bestu á þessum aldri stóð ekki á svörum. „Ég borða einfaldlega góðan mat, drekk gott rauðvín, reyki góða vindla og hreyfi mig mikið.“ Næsta mót á Evrópumótaröðinni er BMW PGA meistaramótið á Wentworth vellinum í Englandi en mótið er eitt það stærsta á mótaröðinni ár hvert. Þar mæta allir bestu kylfingar Evrópu og fleiri til en sýnt verður beint frá því á Golfstöðinni.
Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira