Jimenez sigraði á Opna spænska meistaramótinu 19. maí 2014 19:40 Jimenez fagnaði sigrinum á sinn einstaka hátt. Getty Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina en sigurinn er númer 21 hjá Jimenez á Evrópumótaröðinni. Hann lék hringina fjóra á PGA Catalunya vellinum á 284 höggum eða fjórum höggum undir pari. Það gerðu þeir Richard Green frá Ástralíu og Thomas Pieters frá Belgíu einnig og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum fengu Pieters og Green báðir skolla meðan að Jimenez fékk öruggt par og sigurinn var því hans. Jimenez hafði tekið þátt í Opna spænska meistaramótinu 26 sinum án þess að sigra og það sást greinilega í gær hvað sigurinn á sínu heimamóti á Evrópumótaröðinni var honum kær. Þá bætti hann sitt eigið met með að vera elsti kylfingur í sögunni til þess að vinna mót á Evrópumótaröðinni en hann er 50 ára og 133 daga gamall. Jimenez er uppáhalds kylfingur margra golfáhugamanna víða um heim en spurður eftir sigurinn út í hvernig hann færi að því að sigra reglulega atvinnugolfmót meðal þeirra bestu á þessum aldri stóð ekki á svörum. „Ég borða einfaldlega góðan mat, drekk gott rauðvín, reyki góða vindla og hreyfi mig mikið.“ Næsta mót á Evrópumótaröðinni er BMW PGA meistaramótið á Wentworth vellinum í Englandi en mótið er eitt það stærsta á mótaröðinni ár hvert. Þar mæta allir bestu kylfingar Evrópu og fleiri til en sýnt verður beint frá því á Golfstöðinni. Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Opna spænska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina en sigurinn er númer 21 hjá Jimenez á Evrópumótaröðinni. Hann lék hringina fjóra á PGA Catalunya vellinum á 284 höggum eða fjórum höggum undir pari. Það gerðu þeir Richard Green frá Ástralíu og Thomas Pieters frá Belgíu einnig og því þurfti að grípa til bráðabana. Á fyrstu holu í bráðabananum fengu Pieters og Green báðir skolla meðan að Jimenez fékk öruggt par og sigurinn var því hans. Jimenez hafði tekið þátt í Opna spænska meistaramótinu 26 sinum án þess að sigra og það sást greinilega í gær hvað sigurinn á sínu heimamóti á Evrópumótaröðinni var honum kær. Þá bætti hann sitt eigið met með að vera elsti kylfingur í sögunni til þess að vinna mót á Evrópumótaröðinni en hann er 50 ára og 133 daga gamall. Jimenez er uppáhalds kylfingur margra golfáhugamanna víða um heim en spurður eftir sigurinn út í hvernig hann færi að því að sigra reglulega atvinnugolfmót meðal þeirra bestu á þessum aldri stóð ekki á svörum. „Ég borða einfaldlega góðan mat, drekk gott rauðvín, reyki góða vindla og hreyfi mig mikið.“ Næsta mót á Evrópumótaröðinni er BMW PGA meistaramótið á Wentworth vellinum í Englandi en mótið er eitt það stærsta á mótaröðinni ár hvert. Þar mæta allir bestu kylfingar Evrópu og fleiri til en sýnt verður beint frá því á Golfstöðinni.
Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira