Þau undur og stórmerki urðu í norska boltanum í dag að Viðar Örn Kjartansson spilaði heilan leik án þess að skora mark.
Það hefur varla gerst á tímabilinu hjá langmarkahæsta leikmanni deildarinnar. Viðar Örn lék allan leikinn í 2-2 jafntefli Vålerenga gegn Lilleström.
Pálmi Rafn Pálmason var í liði Lilleström sem jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok.
Liðin eru í fimmta og sjötta sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
