Grínistinn og leikkonan Rosie O'Donnell hlýtur að vera einhver sá mesti aðdáandi þáttanna Orange Is The New Black sem um getur.
Á svarta teppinu, sem var ekki rautt eins og venjan er, á frumsýningu á annarri þáttaröð seríunnar vinsælu sagði hún um þættina að þeir væru þeir bestu sem hún hefði séð.
„Ó Guð, ó Guð, þær eru allar hérna,“ sagði Rosie á frumsýningunni á fimmtudagskvöldið í New York.
„Þetta er fáránlegt, þetta er besti samleikur sem ég hef séð í sjónvarpi!“
Rosie var stödd á frumsýningunni fyrir tilstilli vinkonu sinnar, Natöshu Lyonne, sem leikur fangann Nicky Nichols í þáttunum.
„Ég grátbað um að fá hlutverk í þáttunum. Eftir að hafa séð fyrstu tvo þættina var ég bara: Í hvern hringi ég? Gæti einhver stungið mig til bana í sturtunni? Nennir einhver að láta mig fá hlutverk í þessum þáttum?“
