Oddvitaáskorunin - Vilja samtal milli íbúa og bæjarfulltrúa Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2014 11:01 Hér er selfie með mér og stuðningsmönnum, sonum mínum Freyr og Hrafni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Viðar Helgason leiðir lista Bjartrar framtíðar í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrir rúmum sjö árum fórum við hjónin, þá búsett í Reykjavík, í bíltúr á Stokkseyri. Eftir ferð í sundlaugina á staðnum, þar sem okkur var boðið kaffi í heita pottinn og guðdómlega humarsúpu á Fjöruborðinu var okkur ekki til setunnar boðið. Nokkrum mánuðum síðar höfðum við fest kaup á húsi við sjóinn og hér erum við alsæl, enda Árborg frábært sveitarfélag og hér eru endalausir möguleikar. Ég er húsasmiður að mennt og var í atvinnurekstri því tengdu í mörg ár. Ég hef einnig starfað sem sjómaður, við húsamálun en síðastliðin ár hef ég starfað sem fjallaleiðsögumaður. Ég er vel giftur og á fimm börn á aldrinum 3 – 24 ára, ásamt því að eiga fjögurra ára barnabarn. Ég er svo lánsamur að fá greitt fyrir að stunda helsta áhugamál mitt, sem er fjallamennska og útivist. Frítíma mínum eyði ég með fjölskyldunni minni og gjarnan í ferðalögum innanlands, en við erum miklir náttúruunnendur. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornstrandir en þaðan er ég ættaður. Hundar eða kettir? Hundar Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna fimm og brúðkaupsdagurinn minn 5. júlí 2008. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt úr Holti í Flóa er á toppnum. Hvernig bíl ekur þú? Skoda Octavia. Besta minningin? Þær eru margar en Hornstrandarferð með pabba gamla árið 1992 er ofarlega. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já – hef dregið úr hraðanum síðan þá. Hverju sérðu mest eftir? Eftirsjá er tímasóun. Draumaferðalagið? Aftur í Hornstrandarferð með ástinni minni. Hefur þú migið í saltan sjó? Já margoft! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Setið klæðalítill fyrir á dagatali hjá Ungmennafélagi Stokkseyrar. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, geri það reglulega. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Árborg Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Viðar Helgason leiðir lista Bjartrar framtíðar í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Fyrir rúmum sjö árum fórum við hjónin, þá búsett í Reykjavík, í bíltúr á Stokkseyri. Eftir ferð í sundlaugina á staðnum, þar sem okkur var boðið kaffi í heita pottinn og guðdómlega humarsúpu á Fjöruborðinu var okkur ekki til setunnar boðið. Nokkrum mánuðum síðar höfðum við fest kaup á húsi við sjóinn og hér erum við alsæl, enda Árborg frábært sveitarfélag og hér eru endalausir möguleikar. Ég er húsasmiður að mennt og var í atvinnurekstri því tengdu í mörg ár. Ég hef einnig starfað sem sjómaður, við húsamálun en síðastliðin ár hef ég starfað sem fjallaleiðsögumaður. Ég er vel giftur og á fimm börn á aldrinum 3 – 24 ára, ásamt því að eiga fjögurra ára barnabarn. Ég er svo lánsamur að fá greitt fyrir að stunda helsta áhugamál mitt, sem er fjallamennska og útivist. Frítíma mínum eyði ég með fjölskyldunni minni og gjarnan í ferðalögum innanlands, en við erum miklir náttúruunnendur. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hornstrandir en þaðan er ég ættaður. Hundar eða kettir? Hundar Hver er stærsta stundin í lífinu? Fæðing barnanna minna fimm og brúðkaupsdagurinn minn 5. júlí 2008. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt úr Holti í Flóa er á toppnum. Hvernig bíl ekur þú? Skoda Octavia. Besta minningin? Þær eru margar en Hornstrandarferð með pabba gamla árið 1992 er ofarlega. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já – hef dregið úr hraðanum síðan þá. Hverju sérðu mest eftir? Eftirsjá er tímasóun. Draumaferðalagið? Aftur í Hornstrandarferð með ástinni minni. Hefur þú migið í saltan sjó? Já margoft! Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Setið klæðalítill fyrir á dagatali hjá Ungmennafélagi Stokkseyrar. Hefur þú viðurkennt mistök? Já, geri það reglulega. Hverju ertu stoltastur af? Börnunum mínum. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Árborg Tengdar fréttir Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Oddvitaáskorun - Stolt af árangri í lækkun skulda Ásta Stefánsdóttir, sem leiðir lista Sjálfstæðismanna í Sveitarfélaginu Árborg, tók þátt í Oddvitaáskorun Vísis. 13. maí 2014 16:28