Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. maí 2014 19:36 Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum. Aurum Holding málið Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Málflutningi lauk í Aurum málinu svokallaða í dag eftir að aðalmeðferð hafði staðið yfir í mánuð með hléum. Ræður sérstaks saksóknara og verjenda ákærðu stóðu samtals yfir í tvo daga. Í málinu eru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Allir neita sakborningar sök í málinu.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, telur sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. „Fyrst og fremst er það náttúrulega það að það er ekkert hægt að eiga hlutdeild í einhverri athöfn sem að ekki var brot, maður getur ekki verið sekur um slíkt, ég er algerlega sannfærður um það að framganga bankastjórans Lárusar Welding og áhættunefndarmannsins Magnúsar Arnar var fullkomlega í samræmi við reglur bankans og það sem þeir gerðu í málinu var gert í því skyni að tryggja hagsmuni bankans en ekki annarra. Og þegar af þessari ástæðu þá getur hvorki komið til þess að það sé hlutdeild af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eða meðákærða Bjarna Jóhannessonar að hún geti leitt til refsingar fyrir þá,“ sagði Gestur í samtali við fréttastofu eftir málflutninginn í dag. Verjendurnir gagnrýndu í málflutningi sínum að embætti sérstaks saksóknara væri of hlutdrægt í málatilbúnaði sínum. Þá gagnrýndu þeir lengd rannsóknarinnar.Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sagði í samtali við fréttastofu að um væri að ræða flókið mál þar sem mikið álag hefði verið á bæði málflytjendum og dómurum. Hann vildi ekki tjá sig um efnisatriði málsins fyrr en því væri endanlega lokið en búast má við að dómur falli í málinu á næstu fjórum vikum.
Aurum Holding málið Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira