GM borgar 4 milljarða í sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2014 16:15 Höfuðstöðvar General Motors. Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Það minnkaði í buddunni hjá General Motors í dag er fyrirtækið samþykkti að greiða fjögurra milljarða króna sekt vegna gallaðs ræsibúnaðar í bílum þess. Upphæðin var ákvörðuð af National Highway Traffic Safety Administration, sem hefur með uferðaröryggismál að gera í Bandaríkjunum. Þessi galli sem var í milljónum bíla GM olli fjölmörgum slysum og að minnsta kosti 12 dauðaslysum. General Motors hefur þurft að endurkalla milljónir af bílum sínum til viðgerða á þessum galla og er ekki dæmi um stærri endurköllun bíla vestanhafs en einmitt vegna þessa galla. Ennfremur hefur General Motors sætt ámæli um að hafa ekki viðurkennt gallann til langs tíma. GM hefur lagt fram áætlun um að bregðast öðruvísi og betur við ef gallar finnast í bílum fyrirtækisins í framtíðinni. Nýráðinn forstjóri GM, Mary Barra, var nýtekin við forstjórastólnum er þessi ósköp dundu yfir og hefur hún haft í nógu að snúast við þetta mál síðan.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent