Kenny Baker: Gunnar Nelson finnur alltaf leið til sigurs Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. maí 2014 23:30 Gunnar Nelson og Kenny Baker á æfingu. Mjölnir Englendingurinn Kenny Baker er svart belti brasilísku jiu-jitsu og dvaldi nýlega hér á landi við æfingar í Mjölni. Gunnar Nelson mætir Ryan LaFlare í UFC í Dublin í júlí en Baker telur Gunnar líklegri til sigurs. Kenny Baker og Gunnar Nelson hafa æft saman um langt skeið víðs vegar um heiminn en þetta var níunda heimsókn Baker til Íslands. Baker er svart belti í brasilísku jiu-jitsu undir Braulio Estima sem er einn fremsti gólfglímumaður heims. Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Ryan LaFlare þann 19. júlí í Dublin. Bardaginn verður fjórði UFC bardagi Gunnars en LaFlare er afar sterkur glímumaður. Baker telur að Gunnar eigi eftir að sigra bardagann.„Gunnar höndlar glímumenn (e. wrestlers) og er vanur að eiga við þá. Ég held að hreyfingarnar hans, tímasetningarnar og hugurinn eigi eftir að verða of mikið fyrir LaFlare," sagði Baker. „Ryan LaFlare á eftir að vera erfiður í byrjun og á eftir að koma með þennan hefðbundna bandaríska glímustíl, hausinn fram og pressa áfram, en Gunnar er mjög skynsamur og veit hvernig á að hreyfa sig. Gunnar er auðvitað undraverður glímumaður og ég held að LaFlare eigi ekki eftir að ráða við hann. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta endar en Gunnar finnur alltaf leið til sigurs," sagði Kenny Baker í viðtali við MMA Fréttir. Viðtalið í heild sinni má lesa hér en þar talar hann m.a. um MMA á Íslandi og segir skemmtilega sögu af þeim félögum. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Stórstjarna í UFC æfir með Gunnari fyrir bardagann í Dublin Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. 14. maí 2014 17:00 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Englendingurinn Kenny Baker er svart belti brasilísku jiu-jitsu og dvaldi nýlega hér á landi við æfingar í Mjölni. Gunnar Nelson mætir Ryan LaFlare í UFC í Dublin í júlí en Baker telur Gunnar líklegri til sigurs. Kenny Baker og Gunnar Nelson hafa æft saman um langt skeið víðs vegar um heiminn en þetta var níunda heimsókn Baker til Íslands. Baker er svart belti í brasilísku jiu-jitsu undir Braulio Estima sem er einn fremsti gólfglímumaður heims. Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Ryan LaFlare þann 19. júlí í Dublin. Bardaginn verður fjórði UFC bardagi Gunnars en LaFlare er afar sterkur glímumaður. Baker telur að Gunnar eigi eftir að sigra bardagann.„Gunnar höndlar glímumenn (e. wrestlers) og er vanur að eiga við þá. Ég held að hreyfingarnar hans, tímasetningarnar og hugurinn eigi eftir að verða of mikið fyrir LaFlare," sagði Baker. „Ryan LaFlare á eftir að vera erfiður í byrjun og á eftir að koma með þennan hefðbundna bandaríska glímustíl, hausinn fram og pressa áfram, en Gunnar er mjög skynsamur og veit hvernig á að hreyfa sig. Gunnar er auðvitað undraverður glímumaður og ég held að LaFlare eigi ekki eftir að ráða við hann. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta endar en Gunnar finnur alltaf leið til sigurs," sagði Kenny Baker í viðtali við MMA Fréttir. Viðtalið í heild sinni má lesa hér en þar talar hann m.a. um MMA á Íslandi og segir skemmtilega sögu af þeim félögum.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Stórstjarna í UFC æfir með Gunnari fyrir bardagann í Dublin Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. 14. maí 2014 17:00 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Sjá meira
Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45
Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15
Stórstjarna í UFC æfir með Gunnari fyrir bardagann í Dublin Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. 14. maí 2014 17:00