Kristianstad komst í dag í undanúrslitin í sænsku bikarkeppninni í fótbolta kvenna eftir 4-2 útisigur á AIK í átta liða úrslitunum. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad og með liðinu spilar nokkrar íslenskar stelpur.
Johanna Rasmussen og Marija Banusic komu Kristianstad í 2-0 á fyrsta hálftíma leiksins og fyrirliðinn Susanne Moberg skoraði þriðja markið skömmu eftir að AIK-liðið minnkaði muninn.
Amanda Persson innsiglaði síðan sigurinn á 56. mínútu leiksins. Kristianstad mætir Örebro á heimavelli í undanúrslitunum.
Með Kristianstad spila landsliðskonurnar Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir.
