James Franco æfur yfir framhaldi Spring Breakers 15. maí 2014 17:30 Harmony Korine og James Franco Vísir/Getty Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira