Patti væri til í að spila í kvöld | Óvissa með Sigurberg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. maí 2014 15:15 Patrekur hefur fulla trú á sínu liði í kvöld. samsett mynd/tryggvi "Ég er alveg furðurólegur hérna heima hjá mér með dóttur minni. Ég fer svo í smá hjólatúr áður en ég fer upp á Ásvelli," segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, fyrir oddaleikinn gegn ÍBV í kvöld. Undirbúningur er hefðbundinn hjá Haukum. Þeir munu snæða lasagne upp á Ásvöllum síðar í dag og svo er myndbandsfundur þar sem línurnar verða lagðar fyrir kvöldið. "Það er alltaf hugsað vel um okkur og við fáum gott að borða. Úlfar á Þrem frökkum eldar oft ofan í okkar af sinni alkunnu snilld og við getum ekki kvartað." Besti leikmaður Hauka, stórskyttan Sigurbergir Sveinsson, meiddist í leiknum út í Eyjum á þriðjudag. "Hann meiddist á hné og það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvernig staðan verður. Hann er ekki alveg góður en mun hita upp og reyna síðan það sem hann getur. Beggi er nagli og fórnar sér eins og möguleiki er," segir Patrekur. Mikil óánægja var hjá Haukum með dómaraparið í síðasta leik - Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson - en Patrekur er löngu búinn að afgreiða það mál. "Þeir gerðu mistök í þeim leik en þetta eru góðir dómarar. Hafa dæmt hérna í handboltanum í 20 ár og verið til fyrirmyndar. Ég er löngu búinn að fyrirgefa þeim þetta." Stemningin fyrir oddaleiknum er mikil. Bæði hjá stuðningsmönnum Hauka og ÍBV. Patrekur segir þessa stemningu ekki fara fram hjá sér. "Ég er að fara út að hjóla á eftir en ég er því miður ekki í nógu góðu formi til þess að spila. Mikið svakalega væri það gaman," segir Patrekur léttur og hlær við. "Strákarnir eru frábærir og það er bullandi trú á því að við munum vinna leikinn. Mikið sjálfstraust í okkar liði og við höfum verið í úrslitaleikjum áður. "Það er virkilega gaman að sjá þessa stemningu sem hefur myndast á leikjunum og toppnum verður örugglega náð í kvöld. HSÍ ætti að fá mig og Gunna (Magnússon, þjálfara ÍBV) á markaðsdeildina hjá sér því við kunnum að fylla húsin." Olís-deild karla Tengdar fréttir Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15 Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00 Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15 Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00 Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15 Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
"Ég er alveg furðurólegur hérna heima hjá mér með dóttur minni. Ég fer svo í smá hjólatúr áður en ég fer upp á Ásvelli," segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, fyrir oddaleikinn gegn ÍBV í kvöld. Undirbúningur er hefðbundinn hjá Haukum. Þeir munu snæða lasagne upp á Ásvöllum síðar í dag og svo er myndbandsfundur þar sem línurnar verða lagðar fyrir kvöldið. "Það er alltaf hugsað vel um okkur og við fáum gott að borða. Úlfar á Þrem frökkum eldar oft ofan í okkar af sinni alkunnu snilld og við getum ekki kvartað." Besti leikmaður Hauka, stórskyttan Sigurbergir Sveinsson, meiddist í leiknum út í Eyjum á þriðjudag. "Hann meiddist á hné og það kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld hvernig staðan verður. Hann er ekki alveg góður en mun hita upp og reyna síðan það sem hann getur. Beggi er nagli og fórnar sér eins og möguleiki er," segir Patrekur. Mikil óánægja var hjá Haukum með dómaraparið í síðasta leik - Gísla Hlyn Jóhannsson og Hafstein Ingibergsson - en Patrekur er löngu búinn að afgreiða það mál. "Þeir gerðu mistök í þeim leik en þetta eru góðir dómarar. Hafa dæmt hérna í handboltanum í 20 ár og verið til fyrirmyndar. Ég er löngu búinn að fyrirgefa þeim þetta." Stemningin fyrir oddaleiknum er mikil. Bæði hjá stuðningsmönnum Hauka og ÍBV. Patrekur segir þessa stemningu ekki fara fram hjá sér. "Ég er að fara út að hjóla á eftir en ég er því miður ekki í nógu góðu formi til þess að spila. Mikið svakalega væri það gaman," segir Patrekur léttur og hlær við. "Strákarnir eru frábærir og það er bullandi trú á því að við munum vinna leikinn. Mikið sjálfstraust í okkar liði og við höfum verið í úrslitaleikjum áður. "Það er virkilega gaman að sjá þessa stemningu sem hefur myndast á leikjunum og toppnum verður örugglega náð í kvöld. HSÍ ætti að fá mig og Gunna (Magnússon, þjálfara ÍBV) á markaðsdeildina hjá sér því við kunnum að fylla húsin."
Olís-deild karla Tengdar fréttir Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15 Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00 Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15 Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00 Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15 Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Tólf ár síðan það voru síðast oddaleikir hjá báðum kynjum Valskonur tókst í gærkvöldi, eins og Eyjamönnum kvöldið áður, að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Stjörnunni á heimavelli í leik fjögur í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna. 15. maí 2014 12:15
Það er allt kolgeggjað í Eyjum "Þetta eru stærstu fólksflutningar frá Eyjum síðan 1973," segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, en gríðarlegur fjöldi Eyjamanna mun fylgja handboltaliði félagsins upp á land í dag. 15. maí 2014 13:00
Anton og Jónas dæma | Miðasalan opnar klukkan 18.00 Spennustigið í oddaleik kvöldsins á milli Hauka og ÍBV verður örugglega hátt og því veitir ekki af að vera með besta dómarapar landsins á leiknum. 15. maí 2014 14:15
Ræður heimavöllurinn úrslitum enn og aftur? Eyjamenn þurfa að enda sextán leikja sigurgöngu heimaliða í oddaleikjum ætli þeir sér titilinn. 15. maí 2014 06:00
Sigurbergur með flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í fyrstu fjórum leikjunum í úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deildar karla í handbolta. 15. maí 2014 17:15
Tveir magnaðir hálfleikir hafa komið Eyjamönnum í oddaleik Eyjamenn tryggðu sér oddaleik og hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil í handbolta karla eftir sjö marka sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í gær. 14. maí 2014 14:45