"Nauðgun á ekki heima í gamanmynd“ 14. maí 2014 22:00 Spike Lee Vísir/Getty Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Leikstjórinn Spike Lee er áberandi í fjölmiðlum vestan hafs um þessar mundir en hann er nú að kynna nýjustu kvikmynd sína Da Sweet Blood of Jesus, sem hann fjármagnaði í gegnum vefsíðuna Kickstarter.Í viðtali við kvikmyndavefinn Deadline greindi leikstjórinn frá því að hann sæi gríðarlega eftir nauðgunarsenu sem hann setti í fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, She's Gotta Have It. „Ef ég gæti breytt einhverju sem ég hef gert á ferlinum væri það þessi nauðgunarsena. Ég var bara... heimskur. Ég var óþroskaður. Ég gerði lítið úr nauðgun, og það er það eina sem ég myndi vilja taka tilbaka. Ég var óþroskaður og ég þoli ekki að ég hafi ekki getað séð nauðgun í réttu ljósi, sem þann viðbjóðslega verknað sem nauðgun er.“ She's Gotta Have It fjallaði um Nolu Darling, unga, svarta konu í Brooklyn í Bandaríkjunum sem var í sambandi við þrjá menn, en vildi ekki festa ráð sitt. Myndin er gamanmynd frá árinu 1986, en í einni senu nauðgar einn þessara þriggja manna, Jamie Overstreet, stúlkunni á heimili hennar. Pistlahöfundur New York Times skrifaði gagnrýni um myndina á sínum tíma, þar sem segir meðal annars um karakter Jamie að hann sé viðkvæmur og ábyrgðarfullur. „Mr. Hicks [sem leikur Jamie] gefur karakternum dýpt og ástríðu sem að hinir tveir mennirnir búa ekki yfir. Þegar þolinmæði Jamies er á þrotum og hann verður ofbeldisfullur gagnvart Nolu, öllum að óvörum, virðist ofbeldið þó náttúrulegt og verður ekki til þess að maður missi áhuga á eða hafi ekki samúð með karakternum.Cora Harris gagnrýndi senuna á sínum tíma. „Þetta er átakanleg og hneykslanleg sena - og ekki bara vegna þess að nauðgun á ekki heima í gamanmynd.“ Spike Lee svaraði ekki gagnrýninni, fyrr en nú, 28 árum síðar.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira