Íslenskt ál í nýjum Mercedes Benz C-Class Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 16:06 Hinn nýi Mercedes Benz C-Class, að miklu leiti úr íslensku áli. Nýkominn er til landsins nýjasta gerð C-Class bílsins frá Mercedes Benz. Eins og með svo marga nýja bíla í dag er mikið af áli notað við smíði hans og svo skemmtilega vill til að dágóður hluti þess er framleiddur á Íslandi. Bíllinn er að 50% hluta úr áli, en forveri hans var aðeins byggður að 10% hluta úr áli. Fyrir vikið hefur bíllinn lést um 100 kíló og bæði eyðsla og akstureiginleikar hans hafa batnað til muna. Bílablað Fréttablaðsins hefur rétt lokið við að reynsluaka þessum nýja bíl og léttleiki hans og góðir eiginleikar við akstur sönnuðust í þeim akstri. Bíllinn eyddi aðeins 6 lítrum á hverja 100 km í borgarumferðinni, sem þykir gott fyrir svo stóran bíl með öfluga 2,2 lítra dísilvél. Næsta þriðjudag verður ársfundur Samáls, samtaka álframleiðenda. Þar mun aukin álnotkun bílaframleiðenda bera á góma og Lars Wehmeier framkvæmdastjóri vöruþróunar Mercedes Benz mun þar fjalla um álbyltinguna í bílaframleiðslu. Þessi fundur er opinn öllum og verður hann haldinn í Kaldalóni frá 8-10 um morguninn. Skráning fer fram á samal.is. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Nýkominn er til landsins nýjasta gerð C-Class bílsins frá Mercedes Benz. Eins og með svo marga nýja bíla í dag er mikið af áli notað við smíði hans og svo skemmtilega vill til að dágóður hluti þess er framleiddur á Íslandi. Bíllinn er að 50% hluta úr áli, en forveri hans var aðeins byggður að 10% hluta úr áli. Fyrir vikið hefur bíllinn lést um 100 kíló og bæði eyðsla og akstureiginleikar hans hafa batnað til muna. Bílablað Fréttablaðsins hefur rétt lokið við að reynsluaka þessum nýja bíl og léttleiki hans og góðir eiginleikar við akstur sönnuðust í þeim akstri. Bíllinn eyddi aðeins 6 lítrum á hverja 100 km í borgarumferðinni, sem þykir gott fyrir svo stóran bíl með öfluga 2,2 lítra dísilvél. Næsta þriðjudag verður ársfundur Samáls, samtaka álframleiðenda. Þar mun aukin álnotkun bílaframleiðenda bera á góma og Lars Wehmeier framkvæmdastjóri vöruþróunar Mercedes Benz mun þar fjalla um álbyltinguna í bílaframleiðslu. Þessi fundur er opinn öllum og verður hann haldinn í Kaldalóni frá 8-10 um morguninn. Skráning fer fram á samal.is.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent