Nánir bræður berjast um Reykjanesbæ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. maí 2014 15:40 Gunnar og Teitur eru báðir í ellefta sæti. „Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Sjá meira
„Við erum báðir númer ellefu, sem er gamla númerið hans Teits í körfubolta. Ég ákvað að stríða honum aðeins,“ segir Gunnar Örlygsson, frambjóðandi í Reykjanesbæ og fyrrum Alþingismaður. Gunnar og bróðir hans Teitur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, eru báðir í framboði í bæjarstjórnarkosningum. Teitur er á lista Samfylkingarinnar og óháðra, en Gunnar er í framboði fyrir Frjálst afl. Blaðamaður Vísis ræddi við þá bræður um pólitíkina í Reykjanesbæ, hvað þeir eiga sameiginlegt í stjórnmálum og hvað ekki.Hvernig er að fara fram gegn bróður sínum í svona kosningum? „Það er nokkuð auðvelt,“ svarar Teitur og bætir við: „Það er mjög margt líkt í stefnu flokkanna, þannig lagað.“ Gunnar tekur í svipaðan streng. „Já, það má segja að við séum á sömu pólitísku hillunni. Við erum með mjög svipaðar skoðanir, en ég held að Teitur sé aðeins til vinstri við mig.“ Teitur jánkar því. „Já, ég held að það megi alveg segja það.“ Bræðurnir eru nánir. Þeir starfa saman í fyrirtæki Gunnars. Þeir léku líka körfubolta saman á árum áður. Teitur er, eins og margir vita, einn sigursælasti leikmaður í sögu íslensks körfuknattleiks en Gunnar hætti ungur að leika körfuknattleik og einbeitti sér að öðru. Teitur þjálfaði einnig Stjörnuna í tæp sex ár með góðum árangri. Nú hafa þeir báðir snúið aftur til körfuknattleiksliðs Njarðvíkur; Gunnar sem formaður og Teitur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks.Vilja ráða nýjan bæjarstjóra Þeir hafa verið duglegir að tjá sig á samfélagsmiðlum og með greinarskrifum um stöðuna í Reykjanesbæ. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vilja nýjan óháðan bæjarstjóra. „Mér er alls ekkert illa við núverandi bæjarstjóra. Ég held bara að við þurfum að fá mann sem er góður í að reka fyrirtæki eða stofnanir í fjárhagserfiðleikum,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Ég hef verið spurður hvern ég vilji í staðinn fyrir Árna Sigfússon. Við höfum ekki farið og rætt við neinn sérstaklega. En ég er spenntur fyrir mönnum eins og Birni Zoëga og Herði Arnarsyni.“ Teitur er sammála þessu: „Já, við þurfum að ráða fagmann í starfið.“ „Við þurfum að ráða einhvern sem hefur kunnáttu að reka fyrirtæki,“ bætir Gunnar við.Ánægðir með áhuga bæjarbúa Bræðurnir eru ánægðir með þann mikla áhuga sem íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt „Það er mikið af nýju fólki í framboði,“ segir Gunnar. „Já, það er mikið talað um pólitík í bænum,“ bætir Teitur við og heldur áfram: „Mér finnst þessi aukni áhugi bæjarbúa frábært mál. Ég tek eftir því að fólk er að kafa dýpra í málin.“ „Það eru tvö ný framboð í bænum og mikil hreyfing á fylginu,“ segir Gunnar. Hann bendir á að samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sé meirhlutinn fallinn. „Við í Frjálsu afli mælumst með átján prósent og tökum örugglega mikið fylgi frá Sjáflstæðisflokknum.“Eru flokkarnir ekkert ósammála? Bræðurnir virðast rosalega sammála um allt er viðkemur stjórnmálum í Reykjanesbæ. Teitur svarar því: „Mér finnst við hafa lagt mesta áherslu á umhverfismál sem hafa verið í algjörum lamasessi hér í bænum að mínu mati. Persónulega er mér líka umhugað um Hafnargötuna. Mér er annt um hana og þekki fólk sem er búið að vera að berjast við að reka verslanir þar. Það þarf að taka rosalegan slurk þar. Ég er með hugmyndir um hvernig við getum bætt ástandið þar og mun kynna þær á næstunni.“En fer það í taugarnar á þér að Gunnar ætli líka að vera í ellefta sæti? „Nei, fyrir mér er þetta bara heiður. Ég hugsa að það endi bara með því að Gunni kjósi mig líka,“ svarar Teitur og hlær.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum