Stórstjarna í UFC æfir með Gunnari fyrir bardagann í Dublin Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. maí 2014 17:00 Conor McGregor er einn umtalaðasti bardagamaður UFC í dag. Vísir/Getty Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Gunnar Nelson undirbýr sig nú af krafti fyrir bardaga sinn gegn Ryan LaFlare í Dublin í júlí. Allt stefnir í að sjö erlendir bardagamenn muni koma hingað til lands og æfa með Gunnari. Í júní verða sannkallaðar ofuræfingabúðir í Mjölni þar sem reyndir bardagamenn frá Englandi og Írlandi munu æfa með Gunnari og keppnisliði Mjölnis. Skipulagðar æfingar verða sex daga vikunnar í júní en Mjölnir sér um að flytja liðið inn og útvegar þeim gistingu. Margir af þessum bardagamönnum hafa áður dvalið hér á landi við æfingar. John Kavanagh er yfirþjálfari Gunnars og mun sjá um æfingarnar ásamt Jóni Viðari Arnþórssyni og Árna Ísakssyni. UFC-stjarnan Conor McGregor berst í aðalbardaga kvöldsins í Dublin gegn Cole Miller en þetta verður í þriðja sinn sem hann kemur hingað til lands til að æfa. McGregor er gríðarlega fær sparkboxari og er mikið milli tannanna á fólki, bæði vegna hæfileika hans og vegna kjaftbrúks í fjölmiðlum. Hann mun einnig halda námskeið í Mjölni á meðan á dvöl hans stendur.Cathal Pendred og Chris Fields eru báðir keppendur í The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttunum þar sem 16 keppendur keppa um samning við UFC. Þættirnir eru nú í sýningum í Bandaríkjunum en reiknað er með að þeir fái pláss á UFC bardagakvöldinu í Dublin. Pendred, Fields, Philip Mulpeter, James Gallagher og Peter Queally æfa allir undir John Kavanagh hjá SBG í Írlandi og munu dvelja hér við æfingar í júní. Síðast en ekki síst kemur Karl Tanswell en hann er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur Gunnar dvalið við æfingar hjá honum í Manchester áður. Hópurinn kemur til með að æfa í nýju búri Mjölnis en búrið er að sömu stærð og keppnisbúrið í UFC.Vísir og MMA Fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30 Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45 Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15 Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. 25. apríl 2014 06:30
Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni Það er komið á hreint hvar og hvenær næsti bardagi Gunnars Nelsons í UFC verður en hann mætir ósigruðum Bandaríkjamanni á bardagakvöldi í Dyflinn á Írlandi 19. júlí. 29. apríl 2014 18:45
Gunnar Nelson ræðir LaFlare-badagann á BT Sport - myndband Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson var í viðtali á BT Sport stöðinni þar sem hann ræddi um komandi bardaga sinn við Ryan LaFlare en þeir mætast í Dylfinni í UFC-bardaga í júlímánuði. 1. maí 2014 17:15
Styttist í titilbardaga hjá þeim sem vinnur í Dyflinni Gunnar Nelson mætir ósigruðum Bandaríkjamanni í Dyflinni 19. júlí en þetta er stærsti bardagi þeirra beggja á ferlinum. 30. apríl 2014 07:00