Oddvitaáskorunin - Góðan bæ betri 14. maí 2014 10:25 Selfie á körfuknattleiksleik hjá Blikunum. Eitt af uppáhalds! Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Pétur Hrafn Sigurðsson leiðir lista Samfylkningarinnar í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Pétur Hrafn býr í Smárahverfinu, er mikill áhugamaður um íþróttir og fylgist vel með körfubolta og fótbolta bæði hér á landi og erlendis. Það tengist m.a. starfi hans hjá Íslenskri Getspá, en ekki eingöngu því Pétur var formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks í 3 ár og er einn af silfurblikunum. Hann er alþjóðlegur eftirlitsdómari í körfubolta og er í dómaranefnd KKÍ. Hann er rúmlega fimmtugur, stundar langhlaup og stefnir á bætingu á árinu í 10 kílómetrunum. Eitt maraþon á Pétur að baki enn sem komið er. Bakpokaferðir upp til fjalla eru meðal þess sem Pétur og eiginkona hans Sigrún Jónsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, stunda en þar eru Hornstrandir einkar vinsæll áfangastaður. Ekki er Pétur Hrafn þó ættaður að vestan, því hann á ættir að rekja í Skagafjörð og austur í Breiðdal. Hann er hins vegar fæddur og uppalinn í Hlíðunum og að loknu stúdentsprófi frá MH fór hann í sálfræði í Háskóla Íslands. Að því námi loknu starfaði hann sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands í 17 ár og fór síðan til Íslenskrar Getspár þar sem hann starfar í dag. Stjórnmál og þjóðfélagsumræða hefur alltaf verið meðal áhugamála hans. Pétur og Sigrún eiga þrjú börn sem öll gengu í Smáraskóla, Sigurður Hrafn, tölvunarfræðingur og fimleikaþjálfari í Gerplu, Arnar hagfræðinemi og langhlaupari og Jóna Þórey verslunarskólanemi.YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Borgarfjörður Eystri. Lónafjörður á Hornströndum kemur líka sterkur inn eftir 10 tíma göngu yfir Snók.Hundar eða kettir? Hundar, ekki spurning.Hver er stærsta stundin í lífinu? Á þrjú börn, fæðing þeirra og fjöldi gæðastunda með fjölskyldunni stendur upp úr.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Villibráð, rjúpur, hreindýr og gæsir.Hvernig bíl ekur þú? 10 ára gömlum Volvo sem auðvitað er búinn til af sænskum sósíaldemókrötum.Besta minningin? Þær eru sem betur fer margar, en tilfinningin þegar ég kom í mark eftir mitt fyrsta og eina maraþonhlaup var mjög góð :)Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, fyrir of hraðan akstur.Hverju sérðu mest eftir? Ég lít sjaldan í baksýnisspegilinn.Draumaferðalagið? Á eftir að fara til Afríku og svo langar mig til Kína.Hefur þú migið í saltan sjó? Já, var á togara veturinn eftir að ég kláraði menntaskóla og áður en ég fór í háskólann.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það var þegar ég keypti flugeldapakka, nýorðinn stoltur faðir, og ætlaði að skjóta upp fyrir eiginkonu og frumburðinn sem stóðu í glugganum og horfðu á. Ég kveikti í fyrstu rakettunni með rokeldspýtu, kastaði henni svo frá mér, beint í fjölskyldupakkann sem sprakk með miklum látum.Hefur þú viðurkennt mistök? Oft.Hverju ertu stoltastur af? Börnum mínum sem öll verða föðurbetrungar.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Pétur Hrafn ásamt meðframbjóðendum sínum á stórskemmtilegum tónleikum með Skólahljómsveit Kópavogs, sem er í miklu uppáhaldi! Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skila fjármunum í menntakerfið Ólafur Þór Gunnarsson, sem leiðir lista Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi. 19. maí 2014 11:36 Oddvitaáskorunin - Vilja auka við gæðastundir fjölskyldunnar Birkir Jón leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. 29. maí 2014 11:52 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Pétur Hrafn Sigurðsson leiðir lista Samfylkningarinnar í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Pétur Hrafn býr í Smárahverfinu, er mikill áhugamaður um íþróttir og fylgist vel með körfubolta og fótbolta bæði hér á landi og erlendis. Það tengist m.a. starfi hans hjá Íslenskri Getspá, en ekki eingöngu því Pétur var formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks í 3 ár og er einn af silfurblikunum. Hann er alþjóðlegur eftirlitsdómari í körfubolta og er í dómaranefnd KKÍ. Hann er rúmlega fimmtugur, stundar langhlaup og stefnir á bætingu á árinu í 10 kílómetrunum. Eitt maraþon á Pétur að baki enn sem komið er. Bakpokaferðir upp til fjalla eru meðal þess sem Pétur og eiginkona hans Sigrún Jónsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, stunda en þar eru Hornstrandir einkar vinsæll áfangastaður. Ekki er Pétur Hrafn þó ættaður að vestan, því hann á ættir að rekja í Skagafjörð og austur í Breiðdal. Hann er hins vegar fæddur og uppalinn í Hlíðunum og að loknu stúdentsprófi frá MH fór hann í sálfræði í Háskóla Íslands. Að því námi loknu starfaði hann sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands í 17 ár og fór síðan til Íslenskrar Getspár þar sem hann starfar í dag. Stjórnmál og þjóðfélagsumræða hefur alltaf verið meðal áhugamála hans. Pétur og Sigrún eiga þrjú börn sem öll gengu í Smáraskóla, Sigurður Hrafn, tölvunarfræðingur og fimleikaþjálfari í Gerplu, Arnar hagfræðinemi og langhlaupari og Jóna Þórey verslunarskólanemi.YFIRHEYRSLANHver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Borgarfjörður Eystri. Lónafjörður á Hornströndum kemur líka sterkur inn eftir 10 tíma göngu yfir Snók.Hundar eða kettir? Hundar, ekki spurning.Hver er stærsta stundin í lífinu? Á þrjú börn, fæðing þeirra og fjöldi gæðastunda með fjölskyldunni stendur upp úr.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Villibráð, rjúpur, hreindýr og gæsir.Hvernig bíl ekur þú? 10 ára gömlum Volvo sem auðvitað er búinn til af sænskum sósíaldemókrötum.Besta minningin? Þær eru sem betur fer margar, en tilfinningin þegar ég kom í mark eftir mitt fyrsta og eina maraþonhlaup var mjög góð :)Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, fyrir of hraðan akstur.Hverju sérðu mest eftir? Ég lít sjaldan í baksýnisspegilinn.Draumaferðalagið? Á eftir að fara til Afríku og svo langar mig til Kína.Hefur þú migið í saltan sjó? Já, var á togara veturinn eftir að ég kláraði menntaskóla og áður en ég fór í háskólann.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það var þegar ég keypti flugeldapakka, nýorðinn stoltur faðir, og ætlaði að skjóta upp fyrir eiginkonu og frumburðinn sem stóðu í glugganum og horfðu á. Ég kveikti í fyrstu rakettunni með rokeldspýtu, kastaði henni svo frá mér, beint í fjölskyldupakkann sem sprakk með miklum látum.Hefur þú viðurkennt mistök? Oft.Hverju ertu stoltastur af? Börnum mínum sem öll verða föðurbetrungar.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Pétur Hrafn ásamt meðframbjóðendum sínum á stórskemmtilegum tónleikum með Skólahljómsveit Kópavogs, sem er í miklu uppáhaldi!
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Skila fjármunum í menntakerfið Ólafur Þór Gunnarsson, sem leiðir lista Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi. 19. maí 2014 11:36 Oddvitaáskorunin - Vilja auka við gæðastundir fjölskyldunnar Birkir Jón leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. 29. maí 2014 11:52 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Skila fjármunum í menntakerfið Ólafur Þór Gunnarsson, sem leiðir lista Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi. 19. maí 2014 11:36
Oddvitaáskorunin - Vilja auka við gæðastundir fjölskyldunnar Birkir Jón leiðir lista Framsóknarflokksins í Kópavogi. 29. maí 2014 11:52