Íslenskar geitur drepnar af dreka í Game of Thrones Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2014 17:11 „Hann er alveg heill eftir bruna gærkvöldsins,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarfirði. Þar talar hún um íslensku geitina Casanova, sem var í litlu en mikilvægu hlutverki í þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það voru einmitt að fara héðan krakkar frá Kanada sem voru að taka myndir af honum og ætla að sýna vinum sínum vestanhafs sem horfa á þættina. Hann telur sig alltaf vera flottastann.“ Tuttugu geitur frá Jóhönnu voru notaðar við tökurnar við Þórufoss í Mosfellsdal. Hræða átti geiturnar með sömu flautunni aftur og aftur til að fá þær til að hlaupa af stað. „Þegar búið var að nota sömu flautuna þrisvar hætti hann alveg að hlaupa og horfði á fólk og hristi hausinn,“ segir Jóhanna. „Honum fannst mannskepnan mjög heimsk að halda að hægt væri að hræða hann með sama hljóðinu.“ Jóhanna segir geitur alls ekki vera vitlausar og þær láti ekki hræða sig ef þær treysti mannfólki þegar. „Raggeit er mjög vitlaust notað orð. Geitur eru alls ekki ragar.“ „Ég hafði gaman af því hvað þær fengu mikinn tíma í mynd. Gná heitir sú sem var hvað mest sýnd, en hún er alveg rosalega flott,“ segir Jóhanna. „Stóri hafurinn sem sést líka í atriðinu er nú utan á Vegahandbókinni, svo hann er líka frægur miðað við geit.“ Game of Thrones Tengdar fréttir Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
„Hann er alveg heill eftir bruna gærkvöldsins,“ segir Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Borgarfirði. Þar talar hún um íslensku geitina Casanova, sem var í litlu en mikilvægu hlutverki í þætti Game of Thrones, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það voru einmitt að fara héðan krakkar frá Kanada sem voru að taka myndir af honum og ætla að sýna vinum sínum vestanhafs sem horfa á þættina. Hann telur sig alltaf vera flottastann.“ Tuttugu geitur frá Jóhönnu voru notaðar við tökurnar við Þórufoss í Mosfellsdal. Hræða átti geiturnar með sömu flautunni aftur og aftur til að fá þær til að hlaupa af stað. „Þegar búið var að nota sömu flautuna þrisvar hætti hann alveg að hlaupa og horfði á fólk og hristi hausinn,“ segir Jóhanna. „Honum fannst mannskepnan mjög heimsk að halda að hægt væri að hræða hann með sama hljóðinu.“ Jóhanna segir geitur alls ekki vera vitlausar og þær láti ekki hræða sig ef þær treysti mannfólki þegar. „Raggeit er mjög vitlaust notað orð. Geitur eru alls ekki ragar.“ „Ég hafði gaman af því hvað þær fengu mikinn tíma í mynd. Gná heitir sú sem var hvað mest sýnd, en hún er alveg rosalega flott,“ segir Jóhanna. „Stóri hafurinn sem sést líka í atriðinu er nú utan á Vegahandbókinni, svo hann er líka frægur miðað við geit.“
Game of Thrones Tengdar fréttir Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sjá meira
Fjöldi manns vill taka geitur í fóstur Eftiri innslag Íslands í Dag um geitafjárræktarbúið Háafell í Borgarfirði hefur fjöldi fólks haft samband við bóndann og vill taka geit í fóstur. 24. mars 2014 17:00