Oddvitaáskorunin - Vill starfa með íbúum og fyrir þá Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2014 13:37 Helgi Kjartansson með uppgerðum Deutz d15 í Deutzhöllinni svokölluðu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Helgi Kjartansson leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Ég heiti Helgi Kjartansson og bíð mig fram fyrir hönd T – listans í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum nú í vor. Ég hef lengi lifað og starfað í Bláskógabyggð þó að ég sé uppalinn í Grímsnesinu, gekk t.d. í Héraðsskólann og í Íþróttakennaraskólan á Laugarvatni og svo hef ég meira og minna verið við kennslu í Reykholti síðan ég kláraði kennaraprófið árið 1996. Við fjölskyldan höfum búið í Reykholti s.l. 10 ár og þar er mjög gott að búa eins og í allri Bláskógabyggð. Hef áhuga á mörgu eins og t.d íþróttum, félagsmálum og að smíða og dytta að ýmsum hlutum. Fyrir nokkrum árum tók ég mig t.d til og gerði upp gamlan Deutz d15 sem afi minn keypti árið 1961, það þurfti að taka Deutzinn algjörlega í gegn enda orðinn 50 ára gamall og búinn að skila sínu. Svo er ég núna að smíða mér auka bílskúr sem sumir segja að sé bara undir Deutzinn og kalla því bílskúrinn Deutzhöllina. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fallegasti staður á Íslandi eru Þingvellir. En ég er svo heppinn að búa í fallegu sveitarfélagi þar sem hver náttúruperlan af annarri umlykur mig. Hundar eða kettir? Er meira fyrir hunda, það er meira líf í þeim heldur en köttum. Ólst upp með tveim hundum sem hétu Mikki og Títla, þau voru miklir minkahundar og það var mikið gaman af þeim. Hver er stærsta stundin í lífinu? Stærsta stundin í mínu lífi er fæðing barnanna minna þriggja. Það er ólýsanleg stund að vera viðstaddur þegar nýtt líf fæðist. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Minn uppáhaldsmatur er allur rammíslenskur matur, þá er ég m.a. að tala um hangikjöt, slátur, saltkjöt með öllu tilheyrandi. Hvernig bíl ekur þú? Það eru tveir bílar á heimilinu en það er Toyota Hilux og Toyota Corolla. Það eru semsagt Toyotur á mínu heimili. Besta minningin? Besta minningin er þegar ég kynntist konunni minni. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef einu sinni verðið tekinn fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. En einu sinni var ég stoppaður og tekinn í smá tékk um miðja nótt, sá sem stoppaði mig var Kristófer Tómasson sem ég kannaðist þá lítillega við en hann er nú sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á þessum tíma átti ég Ferozu alveg eins bíl og Kristófer átti og á enn, við ræddum lengi og ítarlega um kosti Ferozunnar og að lokum kvaddi Kristófer og sagðist bara hafa stoppað þennan bíl vegna glæsileikans. Hverju sérðu mest eftir? Það er ekkert sem ég man sérstaklega eftir. Draumaferðalagið? Það er sigling um Karabískahafið, stefnan er sett á slíka siglingu þegar maður verður kominn á eftirlaun. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, já og líka dýft hendinni í kalt vatn. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það er nú svo margt og mis mikið vit í því að ég ætla ekki að nefna það hér. Hefur þú viðurkennt mistök? Já að sjálfsögðu hef ég viðurkennt mistök, það gera allir einhvern tímann mistök og maður á að viðurkenna þau. Hverju ertu stoltastur af? Ég er stoltastur af fjölskyldunni minni, er stundum alveg að springa úr stolti. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Þýðir ekkert að sitja heima og kvarta Óttar Bragi Þráinsson leiðir Þ-listann í Bláskógabyggð. 20. maí 2014 13:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Helgi Kjartansson leiðir T - listann í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Ég heiti Helgi Kjartansson og bíð mig fram fyrir hönd T – listans í Bláskógabyggð í sveitarstjórnarkosningunum nú í vor. Ég hef lengi lifað og starfað í Bláskógabyggð þó að ég sé uppalinn í Grímsnesinu, gekk t.d. í Héraðsskólann og í Íþróttakennaraskólan á Laugarvatni og svo hef ég meira og minna verið við kennslu í Reykholti síðan ég kláraði kennaraprófið árið 1996. Við fjölskyldan höfum búið í Reykholti s.l. 10 ár og þar er mjög gott að búa eins og í allri Bláskógabyggð. Hef áhuga á mörgu eins og t.d íþróttum, félagsmálum og að smíða og dytta að ýmsum hlutum. Fyrir nokkrum árum tók ég mig t.d til og gerði upp gamlan Deutz d15 sem afi minn keypti árið 1961, það þurfti að taka Deutzinn algjörlega í gegn enda orðinn 50 ára gamall og búinn að skila sínu. Svo er ég núna að smíða mér auka bílskúr sem sumir segja að sé bara undir Deutzinn og kalla því bílskúrinn Deutzhöllina. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Fallegasti staður á Íslandi eru Þingvellir. En ég er svo heppinn að búa í fallegu sveitarfélagi þar sem hver náttúruperlan af annarri umlykur mig. Hundar eða kettir? Er meira fyrir hunda, það er meira líf í þeim heldur en köttum. Ólst upp með tveim hundum sem hétu Mikki og Títla, þau voru miklir minkahundar og það var mikið gaman af þeim. Hver er stærsta stundin í lífinu? Stærsta stundin í mínu lífi er fæðing barnanna minna þriggja. Það er ólýsanleg stund að vera viðstaddur þegar nýtt líf fæðist. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Minn uppáhaldsmatur er allur rammíslenskur matur, þá er ég m.a. að tala um hangikjöt, slátur, saltkjöt með öllu tilheyrandi. Hvernig bíl ekur þú? Það eru tveir bílar á heimilinu en það er Toyota Hilux og Toyota Corolla. Það eru semsagt Toyotur á mínu heimili. Besta minningin? Besta minningin er þegar ég kynntist konunni minni. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef einu sinni verðið tekinn fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. En einu sinni var ég stoppaður og tekinn í smá tékk um miðja nótt, sá sem stoppaði mig var Kristófer Tómasson sem ég kannaðist þá lítillega við en hann er nú sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Á þessum tíma átti ég Ferozu alveg eins bíl og Kristófer átti og á enn, við ræddum lengi og ítarlega um kosti Ferozunnar og að lokum kvaddi Kristófer og sagðist bara hafa stoppað þennan bíl vegna glæsileikans. Hverju sérðu mest eftir? Það er ekkert sem ég man sérstaklega eftir. Draumaferðalagið? Það er sigling um Karabískahafið, stefnan er sett á slíka siglingu þegar maður verður kominn á eftirlaun. Hefur þú migið í saltan sjó? Já, já og líka dýft hendinni í kalt vatn. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Það er nú svo margt og mis mikið vit í því að ég ætla ekki að nefna það hér. Hefur þú viðurkennt mistök? Já að sjálfsögðu hef ég viðurkennt mistök, það gera allir einhvern tímann mistök og maður á að viðurkenna þau. Hverju ertu stoltastur af? Ég er stoltastur af fjölskyldunni minni, er stundum alveg að springa úr stolti. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Þýðir ekkert að sitja heima og kvarta Óttar Bragi Þráinsson leiðir Þ-listann í Bláskógabyggð. 20. maí 2014 13:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Þýðir ekkert að sitja heima og kvarta Óttar Bragi Þráinsson leiðir Þ-listann í Bláskógabyggð. 20. maí 2014 13:25