Flýtimeðferð - já takk! Elsa Lára Arnardóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 13:19 Nú hefur Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilað af sér vinnu sinni og fyrirséð er að miklar breytingar mun verða á núverandi húsnæðiskerfi. Lánafyrirkomulag breytist og stefnt er að því að öll húsnæðislán verði óverðtryggð. Óvissa ríkir enn um lögmæti verðtryggðra húsnæðislána og slík óvissa er slæm fyrir heimilin. Mikilvægt er að dómsmál varðandi lögmæti verðtryggingar fái flýtimeðferð í dómskerfinu svo fólk geti áttað sig á stöðu sinni og gert framtíðaráætlanir.Burt með verðtrygginguna Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað af sér og niðurstöður þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög. Jafnframt kemur það fram að húsnæðisláni til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift. Afar ánægjulegt er að sjá að verðtrygging á nýjum húsnæðislánum muni heyra sögunni til. Það mun án efa styrkja stöðu heimilanna og koma í veg fyrir að verðtryggingin muni soga til sín eignahluta fjölda heimila og flytja yfir til fjármálastofnanna.Eru verðtryggð lán lögmæt? Það er staðreynd að stór hluti íslenskra heimila eru með verðtryggð húsnæðislán. Lán sem hafa hækkað upp úr öllu valdi sökum verðtryggingar og óða verðbólgu. Skuldaaðgerðir Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins koma á móts við heimilin og munu leiðrétta þann forsendubrest sem hér varð. Enn verður þeirri spurningu ósvarað, það er hvort verðtryggð lán séu yfir höfuð lögmæt. En fyrir dómstólum eru nú mál er snúa að lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum.Heimilin í járnum Talsvert margir sem nú eru með verðtryggð lán hafa hug á því að koma þeim yfir í óverðtryggð lán. Sérstaklega þegar ákveðnar kerfisbreytingar hafa verið gerðar á húsnæðislánamarkaði og mótvægisaðgerðir vegna hærri greiðslubyrgði lána hafa verið tryggðar. Hins vegar bíða margir eftir því hver niðurstaða þeirra dómsmála verður er snýr að lögmæti verðtryggingarinnar og gera engar breytingar á lánum sínum fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Á meðan eru heimili landsins í óvissu um stöðu sína, sem er slæmt og við þessar aðstæður heldur verðtryggingin vægi sínu á lánamarkaði, sem er ekki óskastaða fyrir heimilin. Við því þarf að bregðast.Flýtimeðferð samþykkt á Alþingi Í þessu samhengi er afar mikilvægt að þau mál sem eru í gangi varðandi lögmæti verðtryggingarinnar, fái flýtimeðferð í gegnum dómskerfið. Í fyrra sumar var samþykkt á Alþingi frumvarp sem tekur einmitt til þess, að gefa fordæmisgefandi málum er tengjast skuldamálum heimilanna, hraðari meðferð í gegnum dómskerfið. Þar er lagt til að í þeim dómsmálum þar sem ágreiningur er uppi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla, vísitölu eða uppgjöri slíkra skuldbindinga, skuli hraða meðferð mála og veita þeim forgang fram yfir önnur mál sem bíða meðferðar hjá dómstólum. Í því felst að dómari sjái til þess að allir frestir í máli séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé kveðinn upp hið fyrsta. Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Það er skoðun okkar að dómsmál er varða lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum fái þessa flýtimeðferð sem lögin kveða á um. Þá fyrst vitum við raunverulega hverju við þurfum að bregðast við. Lán hafa verið dæmd ólögleg, það getur gerst aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú hefur Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilað af sér vinnu sinni og fyrirséð er að miklar breytingar mun verða á núverandi húsnæðiskerfi. Lánafyrirkomulag breytist og stefnt er að því að öll húsnæðislán verði óverðtryggð. Óvissa ríkir enn um lögmæti verðtryggðra húsnæðislána og slík óvissa er slæm fyrir heimilin. Mikilvægt er að dómsmál varðandi lögmæti verðtryggingar fái flýtimeðferð í dómskerfinu svo fólk geti áttað sig á stöðu sinni og gert framtíðaráætlanir.Burt með verðtrygginguna Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað af sér og niðurstöður þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög. Jafnframt kemur það fram að húsnæðisláni til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift. Afar ánægjulegt er að sjá að verðtrygging á nýjum húsnæðislánum muni heyra sögunni til. Það mun án efa styrkja stöðu heimilanna og koma í veg fyrir að verðtryggingin muni soga til sín eignahluta fjölda heimila og flytja yfir til fjármálastofnanna.Eru verðtryggð lán lögmæt? Það er staðreynd að stór hluti íslenskra heimila eru með verðtryggð húsnæðislán. Lán sem hafa hækkað upp úr öllu valdi sökum verðtryggingar og óða verðbólgu. Skuldaaðgerðir Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins koma á móts við heimilin og munu leiðrétta þann forsendubrest sem hér varð. Enn verður þeirri spurningu ósvarað, það er hvort verðtryggð lán séu yfir höfuð lögmæt. En fyrir dómstólum eru nú mál er snúa að lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum.Heimilin í járnum Talsvert margir sem nú eru með verðtryggð lán hafa hug á því að koma þeim yfir í óverðtryggð lán. Sérstaklega þegar ákveðnar kerfisbreytingar hafa verið gerðar á húsnæðislánamarkaði og mótvægisaðgerðir vegna hærri greiðslubyrgði lána hafa verið tryggðar. Hins vegar bíða margir eftir því hver niðurstaða þeirra dómsmála verður er snýr að lögmæti verðtryggingarinnar og gera engar breytingar á lánum sínum fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Á meðan eru heimili landsins í óvissu um stöðu sína, sem er slæmt og við þessar aðstæður heldur verðtryggingin vægi sínu á lánamarkaði, sem er ekki óskastaða fyrir heimilin. Við því þarf að bregðast.Flýtimeðferð samþykkt á Alþingi Í þessu samhengi er afar mikilvægt að þau mál sem eru í gangi varðandi lögmæti verðtryggingarinnar, fái flýtimeðferð í gegnum dómskerfið. Í fyrra sumar var samþykkt á Alþingi frumvarp sem tekur einmitt til þess, að gefa fordæmisgefandi málum er tengjast skuldamálum heimilanna, hraðari meðferð í gegnum dómskerfið. Þar er lagt til að í þeim dómsmálum þar sem ágreiningur er uppi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla, vísitölu eða uppgjöri slíkra skuldbindinga, skuli hraða meðferð mála og veita þeim forgang fram yfir önnur mál sem bíða meðferðar hjá dómstólum. Í því felst að dómari sjái til þess að allir frestir í máli séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé kveðinn upp hið fyrsta. Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Það er skoðun okkar að dómsmál er varða lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum fái þessa flýtimeðferð sem lögin kveða á um. Þá fyrst vitum við raunverulega hverju við þurfum að bregðast við. Lán hafa verið dæmd ólögleg, það getur gerst aftur.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun