Hafnaði öðru sæti á lista Bjartrar framtíðar Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2014 12:19 Maríu Grétarsdóttur var boðið 2. sætið hjá BF sem hún hafnaði M-listi fólksins í bænum býður fram í Garðabæ í annað sinn. Oddviti framboðsins er María Grétarsdóttir en hún leiddi listann einnig fyrir fjórum árum og fékk framboðið einn mann í bæjarstjórn. Hún telur markmiðið vera að ná inn einum til tveimur mönnum í bæjarstjórn Garðabæjar. M-listinn fór í þá vegferð áður en framboðsfrestur rann út að kann samstarf við Bjarta framtíð um að vinna saman. Sú vegferð endaði á því að sumir einstaklingar úr M-listanum fóru yfir til bjartrar framtíðar en aðrir slitu sameiningarviðræðum og ákváðu að bjóða aftur fram undir merkjum M-lista. „Hópurinn fór í þá vegferð að fara í sameiningu við Bjarta framtíð, það er alveg rétt. Þetta var hugsað til að fækka framboðum í Garðabæ og bjóða fram einn sterkan lista. Eins og gerist í svona viðræðum þá vorum við að máta okkur saman við þetta nýja afl en það gekk ekki eftir,“ segir María Grétarsdóttir í samtali við vísi. Maríu var ekki boðið það sæti sem hún vildi og því fór sem fór „Björt framtíð lagði höfuðáherslu á að fara fram undir merkjum Bjartrar framtíðar og buðu mér annað sætið á lista þeirra. Ég gat ekki sætt mig við það, ég vildi leiða framboðið fyrst þau lögðu áherslu á að bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar.“ Markmið M-listans er að vinna að hagsmunum fólksins í bænum. „Það þarf mikið til að fella meirihlutann í Garðabæ, það væri skemmtilegt ef sá árangur næðist að fleiri flokkar og framboð kæmu að stjórnun bæjarfélagsins,“ segir María Grétarsdóttir. Að framboðinu standa Garðbæingar sem eru ekki bundnir við stjórnmálaflokka sem og aðrir sem koma úr mismunandi áttum. Framboðið er hvorki til hægri né vinstri og telur að svigrúm til hugmyndafræðilegs ágreinings sé ekki svo mikið í bæjarstjórn. „Við eigum öll að geta verið sammála um meginlínurnar,“ segir María, sem var áður átta ár varabæjarfulltrúi fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
M-listi fólksins í bænum býður fram í Garðabæ í annað sinn. Oddviti framboðsins er María Grétarsdóttir en hún leiddi listann einnig fyrir fjórum árum og fékk framboðið einn mann í bæjarstjórn. Hún telur markmiðið vera að ná inn einum til tveimur mönnum í bæjarstjórn Garðabæjar. M-listinn fór í þá vegferð áður en framboðsfrestur rann út að kann samstarf við Bjarta framtíð um að vinna saman. Sú vegferð endaði á því að sumir einstaklingar úr M-listanum fóru yfir til bjartrar framtíðar en aðrir slitu sameiningarviðræðum og ákváðu að bjóða aftur fram undir merkjum M-lista. „Hópurinn fór í þá vegferð að fara í sameiningu við Bjarta framtíð, það er alveg rétt. Þetta var hugsað til að fækka framboðum í Garðabæ og bjóða fram einn sterkan lista. Eins og gerist í svona viðræðum þá vorum við að máta okkur saman við þetta nýja afl en það gekk ekki eftir,“ segir María Grétarsdóttir í samtali við vísi. Maríu var ekki boðið það sæti sem hún vildi og því fór sem fór „Björt framtíð lagði höfuðáherslu á að fara fram undir merkjum Bjartrar framtíðar og buðu mér annað sætið á lista þeirra. Ég gat ekki sætt mig við það, ég vildi leiða framboðið fyrst þau lögðu áherslu á að bjóða fram undir merkjum Bjartrar framtíðar.“ Markmið M-listans er að vinna að hagsmunum fólksins í bænum. „Það þarf mikið til að fella meirihlutann í Garðabæ, það væri skemmtilegt ef sá árangur næðist að fleiri flokkar og framboð kæmu að stjórnun bæjarfélagsins,“ segir María Grétarsdóttir. Að framboðinu standa Garðbæingar sem eru ekki bundnir við stjórnmálaflokka sem og aðrir sem koma úr mismunandi áttum. Framboðið er hvorki til hægri né vinstri og telur að svigrúm til hugmyndafræðilegs ágreinings sé ekki svo mikið í bæjarstjórn. „Við eigum öll að geta verið sammála um meginlínurnar,“ segir María, sem var áður átta ár varabæjarfulltrúi fyrir Sjáflstæðisflokkinn. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent