Samgöngu- og heilbrigðismál ekki stóru málin að mati Elliða Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 13:15 Elliði telur samgöngumál ekki verða stóra málið í komandi kosningum Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Elliði vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja og oddviti Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosninum, gefur lítið fyrir þau orð Jórunnar Einarsdóttur, oddvita Eyjalistans, að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin í komandi kosningabaráttu í Vestmannaeyjum. Þau mál séu alfarið á borði stjórnvalda ríkisins. „Mér finnst lítið gert úr kjósendum í Vestmannaeyjum ef því er haldið fram að samgöngumál og heilbrigðismál verði stóru málin. Það hefur alltaf verið einhugur meðal bæjarstjórnar Vestmannaeyja í þeim málum og við í Sjálfstæðisflokknum höfum haldið uppi málstaðnum og staðið í harðri hagsmunagæslu og viljum standa í henni áfram,“ segir Elliði Sjálfstæðisflokkurinn mælist með um 70% fylgi í skoðanakönnun sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Elliði er ánægður með þetta en tekur hæfilega mark á henni. „Skoðanakannanir eru ákveðin vísbending um stöðuna en fyrst og fremst ákveðinn samkvæmisleikur í aðdraganda kosninga. Ef þær hafa hins vegar þau áhrif að auka áhuga fólks á bæjastjórnarkosningum þá eru þær gífurlega mikilvægar.“ Elliði telur Vestmannaeyjar standa vel nú í aðdraganda kosninga. „Okkar áhersla í Sjálfstæðisflokknum hefur verið að sýna ábyrga fjármálastjórnun og viljum halda því áfram. Við höfum lækkað skuldir bæjarfélagsins um á sjötta milljarð á síðustu árum. Eyjamenn vilja vonandi áfram slíka festu í reksti bæjarins og kunna að meta þá hagsmunagæslu. Við tölum máli íbúa út á við.“ Elliði telur mikla ábyrgð felast í því að kjósa til sveitarstjórnar. „Það er mikil ábyrgð að kjósa í sveitarstjórnarkosningum því dæmin sanna að hægt sé að setja vel stöndug sveitarfélög á hausinn á innan við einu kjörtímabili.“Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Markmiðið að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins „Sjálfstæðismenn hafa ekki nýtt tækifærið að eiga ráðherra samgöngu- og heilbrigðismála“ segir Jórunn Einarsdóttir oddviti Eyjalistans 9. maí 2014 16:27