Dögun þurfti að breyta heiti framboðsins í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 11:51 Dögun og sjóræningjar var talið geta ruglað kjósendur Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10
Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28
Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01
"Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13