Landsliðsmarkvörður kallaður trúður Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 10:15 Florentina Stanciu og stöllur hennar í Stjörnunni eru einum sigri frá þeim stóra. Vísir/Daníel Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Nú líður undir lok leiktíðarinnar í Olís-deild kvenna í handbolta en mest eru tveir leikir eftir af tímabilinu. Stjarnan tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val í lokaúrslitunum í gær og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Farið er að hitna í kolunum og taka stuðningsmennirnir þátt í því eins og gerist og gengur. Eftir annan leikinn, sem Valur vann á heimavelli, 25-23, var ritaður pistill á heimasíðu Vals þar sem farið er óskemmtilegum orðum um FlorentinuStanciu, markvörð Stjörnunnar og íslenska landsliðsins. Florentina er dugleg að fagna hverri markvörslu eins og flestir handboltaunnendur vita og lætur hún áhorfendur beggja liða vita af sér. Þetta virðist fara í taugarnar á Valsmönnum, í það minnsta þeim er ritar pistilinn, en sá hinn sami kallar Florentinu trúð. Pistlahöfundur var að fara yfir frammistöðu markvarðanna en í leik tvö varði BerglindÍrisHansdóttir, markvörður Vals, 22 skot (50 prósent hlutfallsmarkvarsla) en Florentina Stanciu 20 skot (44 prósent hlutfallsmarkvarsla). „Það taka allir eftir þegar Flóra ver því hún hleypur eins og trúður út um allan völl og baðar út öllum skönkum eins og hún hafi verið að slá einhver met. En sorrý trúður - Begga gerði betur en þú,“ segir í pistlinum um leik tvö. Hvort þetta hafi kveikt í Florentinu skal ósagt látið en hún varði allavega 23 skot í gær eða helming allra skota Valskvenna á markið. Í heildina er „trúðurinn“ með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu í einvíginu. Florentina fær aftur tækifæri til að „baða út öllum skönkum“ á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í fjórða leik lokaúrslitanna í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda en þar getur Stjarnan tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 26-23 Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 26-23 sigur á Val í dag og leiðir 2-1 í einvígi liðanna í úrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan leiddi frá fyrstu mínútu og er ekki hægt að segja annað en að sigur deildarmeistaranna hafi verið sanngjarn. 11. maí 2014 00:01
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni