Finnur Freyr Stefánsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla í körfubolta hefur varið 28 leikmenn í æfingahóp sem kemur saman um næstu helgi. Meðal leikmanna er Frank Booker yngri.
Frank Aron Booker er sonur Franc Booker sem lék við góðan orðstír með ÍR, Val og Grindavík á árunum 1991 til 1995. Hann var að klára fyrsta árið hjá Oklahoma-háskólanum í Big 12 deildinni í NCAA. Hann á íslenska móður og er fæddur á Íslandi.
Verkefni U-20 ára landsliðsins í sumar er Norðurlandamót í þessum aldurshópi en keppt verður í Finnlandi um miðjan júlí.
Fækkað verður í hópnum eftir æfingahelginu 16. til 18. maí.
Æfingahópurinn er þannig skipaður:
Leikmenn • Lið
Andrés Kristleifsson • Höttur
Dagur Kár Jónsson • Stjarnan
Davíð Guðmundsson • Skallagrímur
Elvar Már Friðriksson • Njarðvík
Emil Karel Einarsson •Þór Þ.
Erlendur Stefánsson • Þór Þ.
Eysteinn Ævarsson • Höttur
Frank Booker Jr. • USA
Hugi Hólm Guðbjörnsson • KR
Ingvi Rafn Ingvarsson • Tindastoll
Jens Valgeir Óskarsson • Grindavik
Jóhann Jakob Friðriksson • KFÍ
Kjartan Helgi Steinþórsson • Grindavik
Maciej Baginski • Njarðvík
Maciej Klimaszewski • FSu
Martin Hermannsson • KR
Matthías Orri Sigurðarson • ÍR
Oddur Rúnar Kristjánsson • KR
Ragnar Bragason • ÍR
Róbert Sigurðsson • Fjölnir
Sigurður Dagur Sturluson • Stjarnan
Snjólfur Björnsson • Snæfell
Stefán Karel Torfasson • Snæfell
Svavar Stefánsson • FSu
Tómas Hilmarsson • Stjarnan
Valur Orri Valsson • Keflavik
Þorgeir Blöndal • KR
Þorgrímur Emilsson • ÍR
Booker valinn í æfingahóp unglingalandsliðsins

Tengdar fréttir

Frank Booker ætlar sér í NBA og ekkert minna
"Ég græt stundum á næturnar yfir að hafa hann ekki hjá mér," segir móðir Franks Arons Booker sem er að gera það gott í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Janúar 1991 – verður hann einhvern tímann toppaður?
Frank Aron Booker er nú orðinn 19 ára gamall og á fyrsta ári með körfuboltaliði Oklahoma-háskólans í Big 12 deildinni í NCAA en hann er sonur Frank Booker sem var í aðalhlutverki í íslenskum körfubolta frá 1991 til 1995.