Hver er þessi Zak Cummings? Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. maí 2014 21:45 Zak Cummings er næsti andstæðingur Gunnars Nelson. Vísir/Getty Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? Zak Cummings er 29 ára glímumaður með mikla reynslu. Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum en glíman var í fyrsta sæti. Eftir að glímuferlinum lauk ákvað hann að prófa að æfa MMA til að halda sér í formi. Hann fékk óvænt boð um bardaga og ákvað að taka því þar sem hann sigraði eftir aðeins 41 sekúndu. Eftir það gat hann ekki hætt að hugsa um MMA. Á fyrsta árinu sínu sem atvinnumaður barðist hann átta bardaga og sigraði þá alla. Það telst til tíðinda ef bardagamenn taka fleiri en fjóra bardaga á ári en Cummings fékk oft lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir marga af þessum bardögum. Hann hefur aðeins tapað þrisvar á ferlinum en tvö af þessum töpum hafa komið gegn núverandi UFC bardagamönnum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy en sá er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigtinni, þyngdarflokkinum fyrir ofan Gunnar og Cummings. Þriðja og síðasta tapið hans til þessa var gegn Ryan Jimmo en Jimmo berst í léttþungavigt UFC í dag. Áður en hann komst í UFC hafði hann nóg á sinni könnu þar sem hann var í fullu námi meðfram bardagaferlinum, vann í hlutastarfi á sjúkrahúsi auk þess sem hann vann sem dyravörður á skemmtistað á nóttunni. Cummings sigraði síðast BJJ-svartbeltinginn Yan Cabral eftir einróma dómaraákvörðun. Sigurinn kom talsvert á óvart þar sem Cabral var talinn mun sigurstranglegri. Þar áður sigraði hann Ben Alloway eftir hengingu í fyrstu lotu. Cummings er jafn á öllum vígstöðum bardagans þó glíman sé hans helsti styrkleiki. Hann er með 89% felluvörn í UFC og hefur sjálfur náð fimm af sex af sínum fellum. Hann hefur aldrei verið rotaður á ferlinum en hefur einu sinni tapað eftir uppgjafartak og tvisvar eftir dómaraákvörðun. Cummings þykir virkilega viðkunnalegur náungi og hefur lagt gríðarlega hart að sér til að komast þangað þar sem hann er í dag. Þó Cummings sé ekki eins hátt skrifaður á styrkleikalista UFC og Ryan LaFlare þá er hann engu að síður verðugur andstæðingur sem enginn skal vanmeta. Ítarlegri lesningu á Cummings má finna hér á vef MMA Frétta. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC: Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira
Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings? Zak Cummings er 29 ára glímumaður með mikla reynslu. Hann var mikill íþróttamaður á sínum yngri árum en glíman var í fyrsta sæti. Eftir að glímuferlinum lauk ákvað hann að prófa að æfa MMA til að halda sér í formi. Hann fékk óvænt boð um bardaga og ákvað að taka því þar sem hann sigraði eftir aðeins 41 sekúndu. Eftir það gat hann ekki hætt að hugsa um MMA. Á fyrsta árinu sínu sem atvinnumaður barðist hann átta bardaga og sigraði þá alla. Það telst til tíðinda ef bardagamenn taka fleiri en fjóra bardaga á ári en Cummings fékk oft lítinn tíma til að undirbúa sig fyrir marga af þessum bardögum. Hann hefur aðeins tapað þrisvar á ferlinum en tvö af þessum töpum hafa komið gegn núverandi UFC bardagamönnum. Hans fyrsta tap kom gegn Tim Kennedy en sá er í 6. sæti á styrkleikalista UFC í millivigtinni, þyngdarflokkinum fyrir ofan Gunnar og Cummings. Þriðja og síðasta tapið hans til þessa var gegn Ryan Jimmo en Jimmo berst í léttþungavigt UFC í dag. Áður en hann komst í UFC hafði hann nóg á sinni könnu þar sem hann var í fullu námi meðfram bardagaferlinum, vann í hlutastarfi á sjúkrahúsi auk þess sem hann vann sem dyravörður á skemmtistað á nóttunni. Cummings sigraði síðast BJJ-svartbeltinginn Yan Cabral eftir einróma dómaraákvörðun. Sigurinn kom talsvert á óvart þar sem Cabral var talinn mun sigurstranglegri. Þar áður sigraði hann Ben Alloway eftir hengingu í fyrstu lotu. Cummings er jafn á öllum vígstöðum bardagans þó glíman sé hans helsti styrkleiki. Hann er með 89% felluvörn í UFC og hefur sjálfur náð fimm af sex af sínum fellum. Hann hefur aldrei verið rotaður á ferlinum en hefur einu sinni tapað eftir uppgjafartak og tvisvar eftir dómaraákvörðun. Cummings þykir virkilega viðkunnalegur náungi og hefur lagt gríðarlega hart að sér til að komast þangað þar sem hann er í dag. Þó Cummings sé ekki eins hátt skrifaður á styrkleikalista UFC og Ryan LaFlare þá er hann engu að síður verðugur andstæðingur sem enginn skal vanmeta. Ítarlegri lesningu á Cummings má finna hér á vef MMA Frétta. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC: Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45 Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira
Cummings ekki síðri bardagamaður en LaFlare Gunnar Nelson mætir nú Zak Cummings í Dyflinni 19. júlí. 28. maí 2014 17:45
Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað. 28. maí 2014 13:05