Aron Rafn Eðvarðsson missir af leikjum Íslands gegn Bosníu í undankeppnin HM í handbolta.
Leikirnir fara fram 7. og 15. júní en strákarnir mæta Portúgal í þremur æfingaleikjum frá sunnudags næstkomandi til þriðjudags.
Aron Rafn leikur með Guif í Svíþjóð en þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla í liðþófa. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en Aron fer í aðgerðina í Svíþjóð á þriðjudag.
Eftir standa þrír markverðir í stórum landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Portúgal - þeir Björgvin Páll Gústavsson, Daníel Freyr Andrésson og Sveinbjörn Pétursson.
Þess má geta að Hreiðar Levý Guðmundsson gat ekki gefið kost á sér en hann er einnig að glíma við hnémeiðsli.
