Íslensku ungmennalandsliðin í körfubolta byrjuðu flest vel á Norðurlandamótinu sem hófst í Solna í Svíþjóð í dag.
Auk norðurlandanna eru Eistar með í keppninni en á hverjum leikdegi mætast tvær þjóðir í öllum flokkum. Í dag voru það Íslendingar og Eistar sem áttust við.
Strákarnir í U16 og U18 ára liðunum unnu Eista í báðum aldursflokkum og stelpurnar í U16 ára liðinu unnu sinn leik. Eini leikurinn sem tapaðist var viðureign þjóðanna í U18 ára flokki kvenna.
Jón Axel Guðmundsson, leikmaður bikarmeistara Grindavíkur, átti sviðið í dag en hann skoraði 31 stig í stórsigri U18 ára liðsins, 89-61.
Meiri spenna var í leik U16 ára liðanna sem Ísland vann, 75-73. Þar skoraði BrynjarKarlÆvarsson sigurkörfuna skömmu fyrir leikslok eftir glæsileg einstaklingstilþrif. Myndband af því má sjá á karfan.is.
Úrslit dagsins:
U18 stúlkur: Ísland 41-77 Eistland – stigahæst hjá Íslandi var Sara Hinriksdóttir með 18 stig
U18 drengir: Ísland 89-61 Eistland – stigahæstur hjá Íslandi var Jón Axel Guðmundsson með 31 stig
U16 drengir: Ísland 75-73 Eistland – stigahæstur hjá Íslandi var ÞórirGuðmundurÞorbjarnarson með 21 stig
U16 stúlkur: Ísland 61-34 Eistland – stigahæst hjá Íslandi var SylvíaRúnHálfdanardóttir með 10 stig
Á morgun er norskur dagur og er fyrsti leikurinn kl. 09.00 að íslenskum tíma þegar U16 drengir hefja leik.
Meira um mótið má lesa á vef KKÍ og á Facebook-síðu sambandsins.
