Veðurguðirnir boða gott veður 28. maí 2014 14:00 Ingó og Veðurguðirnir snúa aftur úr smá pásu. Vísir/Valli Ingó og Veðurguðirnir senda nú frá sér nýtt lag sem ber heitið Ítalska lagið. Takturinn er suðrænn og hrynjandinn í sönglínunni með afar ítölskum blæ. „Þetta er lag sem ég syng að hluta til á ítölsku,“ segir Ingó um nýja lagið en bætir þó við hann tali ítölskuna alls ekki reiprennandi. „Ég samdi textann á google translate og kann frekar lítið í ítölsku.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Veðurguðirnir horfa suður um höf. Bahama og Argentína eru til marks um það. Ingó og Veðurguðirnir hafa verið í smá pásu undanfarið en stefna á að koma tvíefldir til leiks á næstunni. „Við höfum verið rólegir undanfarið en þó verið aðeins að spila. Það á líklega eftir að lifna yfir okkur með nýja laginu,“ bætir Ingó við. Hljómsveitin verður með heljarinnar sumarball á Spot í kvöld, þar sem öll Veðurguðalögin verða tekin í bland við aðra þekkta smelli, innlenda sem erlenda. Með í för verður slagverksleikari úr Miðjarðarhafinu og sérstakir gestir verða Fjallabræður. Hér að neðan má ljá laginu eyra. Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ingó og Veðurguðirnir senda nú frá sér nýtt lag sem ber heitið Ítalska lagið. Takturinn er suðrænn og hrynjandinn í sönglínunni með afar ítölskum blæ. „Þetta er lag sem ég syng að hluta til á ítölsku,“ segir Ingó um nýja lagið en bætir þó við hann tali ítölskuna alls ekki reiprennandi. „Ég samdi textann á google translate og kann frekar lítið í ítölsku.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Veðurguðirnir horfa suður um höf. Bahama og Argentína eru til marks um það. Ingó og Veðurguðirnir hafa verið í smá pásu undanfarið en stefna á að koma tvíefldir til leiks á næstunni. „Við höfum verið rólegir undanfarið en þó verið aðeins að spila. Það á líklega eftir að lifna yfir okkur með nýja laginu,“ bætir Ingó við. Hljómsveitin verður með heljarinnar sumarball á Spot í kvöld, þar sem öll Veðurguðalögin verða tekin í bland við aðra þekkta smelli, innlenda sem erlenda. Með í för verður slagverksleikari úr Miðjarðarhafinu og sérstakir gestir verða Fjallabræður. Hér að neðan má ljá laginu eyra.
Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira