Afbrýðissöm kærasta lokar bílaverksmiðju Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2014 11:30 Frá verksmiðjunni í Ungverjalandi. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Ungverjalandi að kærasta starfsmanns í bílaverksmiðju Mercedes Benz í Ungverjalandi tilkynnti sprengjuhótun í verksmiðjunni, ekki einu sinni heldur þrisvar. Með því vildi hún ná sér niðri á kærasta sínum, sem hana grunaði að halda framhjá sér mér öðrum starfsmanni verksmiðjunnar. Hélt hún að með aðgerðum sínum myndi hún stöðva framferði kærasta síns en erfitt er að ímynda sér samhengið þar á milli. Í verksmiðjunni eru framleiddir 180 bílar á hverri vakt og því höfðu hótanir hennar talsverðar afleiðingar er vinna var stöðvuð í henni í þrígang. Stúlkan notaði eigin síma við hótanirnar og því reyndist auðvelt að hafa hendur í hári hennar og fékk hún þriggja ára fangelsisdóm, þó á skilorði. Í verksmiðjunni eru framleiddar bílgerðirnar Mercedes Benz CLA og B-Class bílar og þeir sem þurfa að bíða aðeins of lengi eftir að fá nýja slíka bíla afhenta, geta líklega kennt þessari afbrýðissömu stúlku um það. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Ungverjalandi að kærasta starfsmanns í bílaverksmiðju Mercedes Benz í Ungverjalandi tilkynnti sprengjuhótun í verksmiðjunni, ekki einu sinni heldur þrisvar. Með því vildi hún ná sér niðri á kærasta sínum, sem hana grunaði að halda framhjá sér mér öðrum starfsmanni verksmiðjunnar. Hélt hún að með aðgerðum sínum myndi hún stöðva framferði kærasta síns en erfitt er að ímynda sér samhengið þar á milli. Í verksmiðjunni eru framleiddir 180 bílar á hverri vakt og því höfðu hótanir hennar talsverðar afleiðingar er vinna var stöðvuð í henni í þrígang. Stúlkan notaði eigin síma við hótanirnar og því reyndist auðvelt að hafa hendur í hári hennar og fékk hún þriggja ára fangelsisdóm, þó á skilorði. Í verksmiðjunni eru framleiddar bílgerðirnar Mercedes Benz CLA og B-Class bílar og þeir sem þurfa að bíða aðeins of lengi eftir að fá nýja slíka bíla afhenta, geta líklega kennt þessari afbrýðissömu stúlku um það.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent