Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2014 15:52 María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Fulltrúi FÓLKSINS- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. FÓLKIÐ- í bænum segir samninginn við Sinnum ehf. sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn gerði við fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar ekki vera einsdæmi. Flokkurinn segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag. „Gildir það jafnt um samning við fyrrverandi bæjarstjóra sem og aðra samninga um lögfræðiþjónustu, tölvu- og tækniþjónustu, hönnunar- og verkfræðiþjónustu, framkvæmdakostnað eða ritun Sögu Garðabæjar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá FÓLKINU- í bænum sem birtist á vefsíðu flokksins. Vísir hefur áður greint frá því að kostnaður við síðast talda verkefnið er þegar orðið hátt í 70 milljónir og var einnig gert án útboðs. FÓLKIÐ- í bænum bendir á að innanríkisráðuneytið getur haft frumkvæði að því að gera formlega athugun á því verklagi sem er viðhaft í útboði á þjónustu og verkefnum sveitarfélagsins en slíkt er heimilt skv. 112 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011. „Til framtíðar litið er nauðsynlegt að bókhald bæjarins verði opnað eins og framboðið hefur barist fyrir á kjörtímabilinu þannig að íbúar séu upplýstir um kostnað og við hverja samningar sveitarfélagsins eru gerðir við,“ segir FÓLKIÐ- í bænum. Þá eigi samningar yfir ákveðnum fjárhæðamörkum að fara í útboð að mati flokksins. FÓLKIÐ- í bænum er þar á annari skoðun en Samfylkingin í Garðabæ sem sagði í tilkynningu að ekki sé loku fyrir það skotið að útboð sé ekki besti kosturinn í stöðu sem þessari. Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Fulltrúi FÓLKSINS- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. FÓLKIÐ- í bænum segir samninginn við Sinnum ehf. sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn gerði við fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar ekki vera einsdæmi. Flokkurinn segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag. „Gildir það jafnt um samning við fyrrverandi bæjarstjóra sem og aðra samninga um lögfræðiþjónustu, tölvu- og tækniþjónustu, hönnunar- og verkfræðiþjónustu, framkvæmdakostnað eða ritun Sögu Garðabæjar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá FÓLKINU- í bænum sem birtist á vefsíðu flokksins. Vísir hefur áður greint frá því að kostnaður við síðast talda verkefnið er þegar orðið hátt í 70 milljónir og var einnig gert án útboðs. FÓLKIÐ- í bænum bendir á að innanríkisráðuneytið getur haft frumkvæði að því að gera formlega athugun á því verklagi sem er viðhaft í útboði á þjónustu og verkefnum sveitarfélagsins en slíkt er heimilt skv. 112 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011. „Til framtíðar litið er nauðsynlegt að bókhald bæjarins verði opnað eins og framboðið hefur barist fyrir á kjörtímabilinu þannig að íbúar séu upplýstir um kostnað og við hverja samningar sveitarfélagsins eru gerðir við,“ segir FÓLKIÐ- í bænum. Þá eigi samningar yfir ákveðnum fjárhæðamörkum að fara í útboð að mati flokksins. FÓLKIÐ- í bænum er þar á annari skoðun en Samfylkingin í Garðabæ sem sagði í tilkynningu að ekki sé loku fyrir það skotið að útboð sé ekki besti kosturinn í stöðu sem þessari.
Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55
Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30
Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00