James May fær sér BMW i3 rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 14:39 James May og BMW i3. Jalopnik Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent
Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent