Fjölbreyttari ferðamáti, vinir einkabílsins eða bíllaus lífstíll? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. maí 2014 11:49 Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Samgöngumál hafa verið í deiglunni undanfarið. Í sal borgarstjórnar Reykjavíkur hefur verið talað um „aðförina að einkabílnum“ og einkabílisminn upphafinn með háfleygum umræðum um vistvænleika mislægra gatnamóta. Á sama tíma eru talsmenn bættra göngustíga og þess sem kallað eru „fjölbreyttari ferðamátar“, sérstaklega hjólreiða og almenningssamgangna, sakaðir um að vera útópískir hippar sem skortir raunveruleikatengsl. En um hvað snýst málið? Er virkilega hægt að draga einhverja víglínu á milli verndara og vina einkabílsins (eða fjölskyldubílsins) annars vegar og útópískra hjólreiðamanna hins vegar? Ég held að sú svarthvíta mynd sem dregin er upp í umræðum um fjölbreyttari ferðamáta í borg endurspegli engan veginn þann raunveruleika sem flest fólk býr við. Þetta er ekki einföld spurning um að velja eða hafna einkabílnum, reiðhjólum eða öðrum samgöngutækjum, heldur að geta valið fjölbreytta kosti við samgöngur. Við þurfum að geta haft val um að ganga eða hjóla eða taka strætó. Líka þau okkar sem eigum bíl sem við þurfum oft að nota. Við erum líka öll sammála um að það þurfi að draga úr útblæstri og minnka mengun. Tölulegar staðreyndir tala sínu máli og við þurfum öll að sýna ábyrgð í umhverfismálum. Árangursríkasta skrefið í þá átt sem flest okkar getum stigið er að draga úr notkun einkabílsins. Í Reykjavík eru rúmlega fjörtíu þúsund heimili, ansi mörg þeirra eiga fleiri en einn bíl. Hægt væri að draga talsvert úr umferð og mengun með því að gera hverri fjölskyldu kleift að reka aðeins einn bíl. Það myndi auka ráðstöfunartekjur heimila og draga mikið úr umferð og mengun henni tengdri. Við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum lagt mikla áherslu á að efla fjölbreyttari ferðamáta til þess að gefa fólki kost á að komast leiðar sinnar án þess að reiða sig á einkabíla. Við höfum líka talað fyrir samgöngustyrkjum til starfsfólks sem notar aðra ferðamáta en einkabílinn til og frá vinnu. Við þurfum sömu leiðis að efla verkefni sem lúta að því að koma börnum á öruggan hátt til og frá skóla, gangandi eða hjólandi. Við þurfum að minnka skutlið, sérstaklega þessar stuttu ferðir innan hverfis. Þá höfum við í VG lagt mikla áherslu á eflingu hjóla- og göngustíga og beitt okkur fyrir samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að bæta og efla almenningssamgöngum. Allt eru þetta leiðir til þess að ýta undir fjölbreyttari ferðamáta í Reyjavík. Fjölbreyttari ferðamátar eru okkur öllum til góða, bæði fyrir budduna, heilsuna og umhverfið!
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar