Indriði bjargaði mannslífi á fótboltavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 20:58 Indriði Sigurðsson. Mynd/KSÍ/Hlmar Þór Guðmundsson Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað. Ron Hansen, sjúkraþjálfari Bodö/Glimt, þakkar fljótum viðbrögðum Indriða að ekki fór verr og Indriði er svo sannarlega hetja kvöldsins í Noregi. Dagblaðið segir frá atvikinu og slær því upp að íslenski miðvörðurinn hafi hreinlega bjargað mannslífi á fótboltavellinum í dag. Það voru liðnar 36 mínútur í leiknum þegar Papa „Badou" Ndiaye lenti í samstuði og lá eftir líflaus á vellinum. „Ég sá að hann fékk mikið högg og lá á maganum. Hann virtist vera meðvitundalaus. Ég hljóp að honum, snéri honum við og þá sá ég að hann var búinn að velta augunum og orðinn fölur í framan. Það leit út fyrir hann væri ekki að anda" lýsir Indriði í samtali við Dagbladet en hann segir reynslu sína af skyndihjálparnámskeiði hafi komið sér vel á þessari stundu. „Ég náði taki á kjálkanum hans og náði að opna hann. Ég veit ekki hvort hann var búinn að gleypa tunguna eða var að fara að gera það en ég náði að minnsta kosti taki á henni og togaði hana til baka. Þá sáu nokkrir leikmenn Bodø/Glimt að hann andaði aftur," sagði Indriði. „Þá komu fleiri á staðinn. Það mikilvægasta var að að opna fyrir öndunarveginn. Þetta leit ekki vel út en ég varð að sjá til þess að hann gæti andað," sagði Indriði. Viking komst í 2-1 í leiknum en varð á endanum að sætta sig við 2-3 tap á heimavelli sínum. Leiksins verður ekki minnst fyrir þau úrslit heldur miklu frekar fyrir hetjulega framgöngu fyrirliðans. Það er hægt að sjá viðtal við Indriða hér fyrir neðan.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira